þriðjudagur, 14. ágúst 2012

vörumerki verður til


Mér finnst vinnurými þar sem hvers kyns sköpun fer fram ákaflega heillandi og ég safna mörgum slíkum myndum í möppurnar mínar. Flestir hljóta að kannast við það að kaupa vöru sem kemur í fallegum umbúðum eða að fá í hendurnar vel hannað prentverk með flottu vörumerki. Hafið þið einhvern tíma velt því fyrir ykkur hvernig þetta verður til?

Oneighty er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun vörumerkja. Starfsfólkið var vant viðskiptavinum sem virtust ekki gera sér neina hugmynd um þá vinnu sem fólst í því að hanna vörumerki og einn daginn fékk það nóg. Nú skyldi gefa öðrum innsýn í heim vörumerkjahönnunar og ljósmyndari var fenginn til þess að festa ferlið á filmu. Á myndunum tveimur að neðan má sjá „persónur“ í aðalhlutverkum en á efstu myndinni er búið að skeyta saman myndum af sjálfu hönnunarferlinu.

Þetta finnst mér smart.


myndir: 
Adrian Ray fyrir Oneighty af vefsíðu Behance

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.