miðvikudagur, 12. september 2012

tískuvikan í new york með augum the sartorialist


Tískuvikan í New York með vor- og sumarlínum 2013 er búin að vera í fullum gangi en henni lýkur á morgun. Myndirnar hér að ofan eru nokkrar af mínum uppáhalds sem Scott Schuman/The Sartorialist hefur tekið af því sem er að gerast á pöllunum. Það eru ekki endilega fötin á myndnum sem heilla mig heldur meira hans listræna auga. Hann er einn vinsælasti tískubloggarinn í dag og hefur verið það lengi, brautryðjandi í þeirri list að mynda fólk og stíl þess á götum úti. Hann tekur myndir af öllum sem á einhvern hátt fanga athygli hans, hvort sem þeir eru frægir eða algjörlega óþekktir, með fallegan stíl eða jafnvel mjög furðulegan. Hann setur sig ekki í dómarasæti heldur einfaldlega fangar augnablikið og leyfir lesendum sínum að njóta.

Eftir hann liggja tvær bækur með götustílsmyndum. Sú fyrsta heitir því einfalda nafni The Sartorialist og sú seinni var að koma út og heitir The Sartorialist: Closer.

myndir:
Scott Schuman/The Sartorialist á sýngingu 1 Alexander Wang / 2 Derek Lam / 3 Marc by Marc Jacobs / 4 Marc Jacobs / 5 Boy. by Band of Outsiders

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.