miðvikudagur, 2. janúar 2013

innlit: huggulegheit í tällberg í svíþjóð


Ég var búin að ákveða að pósta allt öðru í dag en þegar ég sá þetta hús hjá einni þýskri bloggvinkonu í morgun þá hreinlega lét það mig ekki í friði. Húsið er í Tällberg í Dalarna í Svíþjóð. Mér finnst skemmtilegt hvernig er blandað saman viði og steini, nýjum munum og gömlum, og þessi einfaldleiki heillar mig.

Takið eftir útsýninu á baðherberginu. Ekki amalegt að slaka á í baði og horfa yfir sveitina.

Upphaflega byggðu eigendurnir húsið til þess að selja það en að verki loknu þá ákváðu þau að eiga það sjálf, sem er vel skiljanlegt.


myndir:
Klas Sjöberg fyrir Lantliv af bloggsíðunni Meine Dinge

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.