þriðjudagur, 5. febrúar 2013

luxembourg: place d'armes torgið


Ég ætlaði að pósta þessum myndum fyrr í dag en ég var inni í borg og kom seinna heim en ég ætlaði mér. Áður en ég fór þá var veðrið ansi margbreytilegt. Það rigndi og svo komu þrumur og eftir það haglél og svo snjór. Þetta var frekar undarlegt eftir milt rigningarveður síðustu daga. Þegar ég skrifa þetta þá er byrjað að snjóa að nýju og jörðin er orðin alveg hvít. Hvað um það, það hafði stytt upp þegar ég kom inn í borg og þar sem ég hafði kippt með mér myndavélinni náði ég nokkrum myndum af Pétrusse dalnum þegar ég rölti yfir Adolphe brúna. Ég deili þeim síðar.

Þessar tók ég síðasta laugardag þegar ég skrapp aðeins inn í borg til að fara á bókasafnið og ná mér í sushi. Bókasafnið er í hliðargötu út frá Place d'Armes torginu sem heitir Rue Genistre. Á myndinni hér beint fyrir ofan til vinstri sjást rauðir stafir á rúðum. Það er sushi staður og bókasafnið er í rýminu beint fyrir neðan, þessu með stóru gluggunum. Á myndinni til hægri stend ég fyrir utan bókasafnið og horfi út á torgið.

myndir:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.