miðvikudagur, 13. mars 2013

gamaldags munir + rómantískur stíll

Í dag er ég í stuði fyrir gamaldags muni og rómantískan stíl (er til betra orðalag á íslensku fyrir vintage) og sennilega er það löngunin í vorið sem kallar þetta fram hjá mér. Vorkoman í ár er í ruglinu; úti er allt á kafi snjó en sem betur fer skín sólin og það er ekki kalt. Ég er bara meira fyrir vor sem hagar sér eins og sumar, notalegt hitastig, kirsuberjatré og magnólíur í blóma; stemningu eins og í ferðamyndunum hér neðar.

Hversu sætar eru þessar skúffur á efstu myndinni fylltar með hvítum brúðarslæðum/garðaslæðum (held að það séu íslensku heitin yfir gypsophila)? Ef þið eruð hrifin af Parísar-merkispjaldinu þá versla ég svona vörur hjá hönnuðinum Wendy Paula, sem er áströlsk bloggvinkona mín, en hún er með tvær síður á Etsy: Mulberry Muse og Cafe Baudelaire. Bloggið hennar heitir líka Mulberry Muse.

myndir:
1: Beaux Arts Photographie af síðunni Elizabeth Anne Designs / 2: Lísa Hjalt / 3-4: Paul Raeside / 5-6: Karen - Pas Grand-Chose


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.