fimmtudagur, 16. maí 2013

fallegar íbúðir til leigu í Suður-Frakklandi

Það er grenjandi rigning í mínum heimshluta þannig að mér finnst kjörið á þessum fimmtudegi að láta hugann reika eilítið sunnar á hnöttinn. Í þorpinu Lagrasse í Suður-Frakklandi, ekki ýkja langt frá Spáni, er hægt að taka á leigu fallegar íbúðir í gömlu húsi sem búið er að taka í gegn. Það voru hjónin Nicole Albert, sem áður vann sem stílisti, og Michael Nunan sem keyptu gamalt sveitasetur og endurnýjuðu það í þeim tilgangi að búa þar sjálf og leigja út tvær íbúðir.

Eins og sjá má á þessum myndum er stíllinn afskaplega fallegur; rómantískur án öfga. Húsgögn og aðrir munir koma frá antíksölum og mörkuðum í nágrenninu en einnig frá heimili þeirra hjóna í London.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu House La France (sjá tengil neðst).


myndir:
Sarah Hogan og Caroline Arber fyrir House La France af síðunni Remodelista

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.