þriðjudagur, 4. mars 2014

Tískuvikan í New York: The Row haust 2014



Tískuvikunni í París lýkur á morgun, sem þýðir að tískuvikurnar í London og Mílanó eru búnar, sem þýðir að tískuvikan í New York telst allt að því til gamalla frétta. En ég ætla að leyfa mér að staldra aðeins lengur við á tískupöllunum í New York hér á blogginu því mér finnst eiginlega ekki hægt annað en að minnast á haustlínu tvíburasystranna Ashley og Mary-Kate Olsen, en tískuhúsið þeirra kallast The Row.

Olsen-systurnar eru þekktar fyrir lagskiptan klæðnað og ganga yfirleitt um á flatbotnum með stórar töskur og sólgleraugu. Fatastíll þeirra birtist að sjálfsögðu í haustlínunni þar sem ein af áherslunum var á handprjón, á víðar og þykkar peysur úr kasmírull með stórum og miklum krögum, eins og sést á myndum eitt og tvö. Síð sjöl eða slár voru líka áberandi. Litirnir voru hlutlausir og línurnar voru stílhreinar. Það var sem sagt lítið um smáatriði í hönnunni og megináherslan var á þægindi.



myndir:
The Row haust 2014 af vefsíðu Vogue US

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.