miðvikudagur, 24. september 2014

Tískuvikan í Mílanó: Emilio Pucci vor 2015



Það fer ekkert á milli mála að ítölsku hönnuðurnir sem sýndu vorlínur sínar á tískuvikunni í Mílanó eru með hugann við 8. áratuginn. Um daginn sýndi ég ykkur brot af línu Frida Giannini fyrir Gucci og sömu strauma mátti sjá hjá Peter Dundas fyrir Emilio Pucci tískuhúsið. Að vísu er það ekkert sem þarf að koma á óvart þegar Dundas á í hlut því það má alltaf treysta á mynstur og víða, fljótandi kjóla frá honum, eða maxi kjóla, eins og þeir kallast. Hér eru nokkar flíkur og stíliseringar sem heilluðu mig og ég verð að minnast á klútana sem mér finnst svakalega smart.


mynd:
Emilio Pucci vor 2015 af síðu Style.com

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.