fimmtudagur, 6. september 2012

sumar: kökuboð og kjólar


Almanakið segir að það sé enn sumar og þó að hitinn hafi farið niður á við þá fer að verða síðasti sjens að nota stuttu eða hnésíðu sumarkjólana. Hvernig væri nú að draga fram kristalinn eða fínu glösin, kaupa falleg blóm, helst hvít eða bleik eða bæði, hóa svo í bestu vinkonurnar og segja þeim að mæta á svæðið með eina heimabakaða köku og í kjól? Ef þið viljið hafa makana með þá mæta karlmenn í stuttbuxum og í stuttermaskyrtu með bindi eða slaufu.

Er ekki málið að nota tækifærið áður en það kólnar enn frekar og skellur á með skammdegi? Þetta þarf ekki að vera neitt flókið, það er óþarfi að mála alla veggi og skipta um eldhúsinnréttingu áður en gestirnir láta sjá sig. Ef þannig stendur á er ég viss um að þið eigið frænku eða frænda á unglingsaldri sem væri til í að koma og hjálpa ykkur að gera heimilið hreint og fínt og fá smá aur fyrir.

Er kakan höfuðverkur? Ég luma á franskri súkkulaðiköku sem klikkar aldrei.

mynd:
Nicky Ryan fyrir Home Beautiful af blogginu Dustjacket attic

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.