laugardagur, 3. október 2020

Approaching Eye Level · Vivian Gornick

Bókarkápa: Approaching Eye Level eftir Vivian Gornick (Daunt Books)


Ritgerðasafnið Approaching Eye Level eftir Vivian Gornick kom fyrst út árið 1996 en þessi tiltekna útgáfa er bresk, gefin út af Daunt Books í ágúst á þessu ári. Gornick er einn af þessum höfundum sem ég hef fylgst með lengi en aldrei lesið. Einn daginn hyggst ég bæta úr því og sé þegar fyrir mér vænan bunka af bókum hennar sem ratað hafa á óskalistann: Unfinished Business: Notes of a Chronic Re-Reader kom út í fyrra og fjallar um endurlestur bóka, ritgerðasafnið The End of the Novel of Love og tvær endurminningarnar, Fierce Attachments og The Odd Woman and the City. Latte, biscotti og Gornick ... það hlýtur að vera góð blanda.

Approaching Eye Level
Höf. Vivian Gornick
Kiljubrot, 176 blaðsíður
ISBN: 9781911547648
Daunt Books