laugardagur, 25. janúar 2020

Genius and Ink: Virginia Woolf on How to Read

Genius and Ink: Virginia Woolf on How to Read (TLS Books) · Lísa Hjalt


Að mínu mati var þetta ein af flottustu bókarkápum ársins 2019. Minimalísk en grípandi (bakgrunnurinn er ljósari en myndin hér að ofan sýnir). Genius and Ink: Virginia Woolf on How to Read var gefin út af TLS Books, nýrri bókaútgáfu sem tók til starfa í fyrra. TLS stendur fyrir Times Literary Supplement, vikulegt bókmenntarit sem kom fyrst út árið 1902. Virginia Woolf skrifaði fyrir TLS og hér höfum við fjórtán gagnrýnar ritgerðir sem skrifaðar voru frá 1916 til 1935. Bókin var á nýjasta bókalistanum mínum og ég naut þess að lesa hana.

Genius and Ink: Virginia Woolf on How to Read
TLS Books
Innbundin, 256 blaðsíður, myndskreytt
Kaupa

Genius and Ink: Virginia Woolf on How to Read (TLS Books) · Lísa Hjalt
Genius and Ink var á № 22 bókalistanum mínum / Instagram 17/12/2019

Það vill svo til að Virginia Woolf fæddist á þessum degi árið 1882, á æskuheimilinu við 22 Hyde Park Gate, Kensington, London. Fyrsta skáldsaga hennar, The Voyage Out, kom út árið 1915.Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.