Ég fór í göngutúr í dag, andaði að mér vorinu og horfði hugfangin á magnólíutré í blóma. Settist svo út á svalir með smá bókabunka, grillað pítubrauð og hummus og las síðustu síðurnar í After Henry eftir Joan Didion. Ég teygði mig svo í nýja og áhugaverða bók um þýðingar, The Philosophy of Translation eftir Damion Searls, sem ég hef verið að lesa undanfarið með kaffinu. Hann er afkastamikill þýðandi og þýddi m.a. á ensku Septology I-VII eftir norska Nóbelsskáldið Jon Fosse sem ég naut að lesa á sínum tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.