laugardagur, 23. febrúar 2019

№ 19 bókalisti: frumraun ungrar skáldkonu

№ 19 bókalisti: frumraun ungrar skáldkonu · Lísa Hjalt


Sko mig, ég náði að deila nýjum bókalista í febrúar! Ég er einkum spennt fyrir efstu bókinni á þessum, The Parisian, frumraun ungu skáldkonunnar Isabellu Hammad. Hún kemur út í vor hjá forlaginu Jonathan Cape og ég get sagt að lestur fyrstu kaflanna lofar góðu. Þá að öðrum Black History Month: frá árinu 1976 í Bandaríkjunum hefur febrúarmánuður verið tileinkaður sögu blökkumanna og ég sýni stuðning minn með If Beale Street Could Talk eftir James Baldwin. Bretar fagna þessum mánuði í október og Baldwin var líka á listanum sem ég deildi þá (№ 16). Hann er í miklu uppáhaldi. Kvikmynd leikstjórans Barry Jenkins sem byggð er á bókinni ætti ekki að hafa farið fram hjá Baldwin-aðdáendum. Hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handritið og Regina King fyrir aukahlutverk. Á morgun kemur í ljós hvort þau vinna.

№ 19 bókalisti:
1  The Parisian  · Isabella Hammad
2  Orientalism  · Edward W. Said
3  If Beale Street Could Talk  · James Baldwin
4  The Ghost Writer  · Philip Roth
5  Women and Writing  · Virginia Woolf

The Parisian eftir Isabellu Hammad, frumraun höfundar (№ 19 bókalisti)
Isabella Hammad er alin upp í London og hlaut Plimpton-verðlaunin fyrir skáldskap árið 2018, fyrir smásöguna Mr. Can'aan sem birtist í The Paris Review, sem er bókmenntatímarit. Í apríl kemur út hennar fyrsta bók, sögulega skáldsagan The Parisian. Starfsfólk Jonathan Cape (Vintage) var svo elskulegt að senda mér prufueintak. Lýsingin hér á eftir er tekin úr fréttatilkynningu: „As the First World War shatters families, destroys friendships and kills lovers, a young Palestinian dreamer sets out to find himself.“ Draumóramaðurinn er hinn arabíski Midhat Kamal sem lesendur hitta á fyrstu síðu, um borð í skipi sem siglir frá Alexandríu til Marseille, þar sem hann kemur til hafnar í október 1914.

Rithöfundurinn Zadie Smith lofar The Parisian í ummælum á baksíðunni, segir bókina vera „göfuga lestrarupplifun: fíngerða, hófsama, áberandi skarpa, óvenjulega yfirvegaða og sannarlega fallega“ og bætir svo við:
It is realism in the tradition of Flaubert and Stendhal - everything that happens feels not so much imagined as ordained. That this remarkable historical epic should be the debut of a writer in her twenties seems impossible, yet it's true. Isabella Hammad is an enormous talent and her book is a wonder.

The Parisian
Höf. Isabella Hammad
Jonathan Cape
Innbundin, 576 blaðsíður
KaupaSíðasti bókalisti var japanskur og undanfarnar vikur hafa því eðlilega einkennst af japanskri menningu. Blómgunartími bóndarósa er ekki fyrr en í vor/sumar en ég ætla samt að slá botninn í þetta með listaverki eftir Hokusai og segja skilið við japanskar bókmenntir í bili.

Katsushika Hokusai, Kanarífugl og peonía, 1834
Katsushika Hokusai, Kanarífugl og peonía, 1834, Guimet Museum, París af WikiArt