miðvikudagur, 9. janúar 2019

№ 18 bókalisti: japanskar bókmenntir II

№ 18 bókalisti: japanskar bókmenntir II · Lísa Hjalt


Nýtt ár, nýr japanskur bókalisti, loksins. Ég veit að nokkrir hafa beðið eftir þessum. Ég var með listann niðurnegldan en þurfti að gera smá breytingar því tvær bækur sem mig langaði að lesa núna voru ófáanlegar í enskri þýðingu á bókasafninu; þær verða bara á þeim þriðja. The Pillow Book eftir Sei Shonagon er, líkt og The Tale of Genji sem var á þeim fyrsta, klassískt rit eftir japanska hirðdömu skrifað um árið 1000, á Heian-tímabilinu í sögu Japans. Ég veit af enskri þýðingu eftir Ivan Morris frá árinu 1967 en ég er að lesa nýrri eftir Meredith McKinney, gefin út af Penguin Classics.

№ 18 bókalisti:
1  The Pillow Book  · Sei Shonagon
2  No Longer Human  · Osamu Dazai
3  Scandal  · Shusaku Endo
4  The Old Capital  · Yasunari Kawabata
5  Quicksand  · Junichiro Tanizaki
6  Death in Midsummer and Other Stories  · Yukio Mishima
7  Lost Japan  · Alex Kerr

Enskar þýðingar (í þessari röð): 1) Meredith McKinney; 2) Donald Keene; 3) Van C. Gessel;
4) J. Martin Holman; 5) Howard Hibbett; 6) Edward G. Seidensticker, Ivan Morris o.fl.;
7) Alex Kerr og Bodhi Fishman.

Titill bloggfærslunnar segir japanskar bókmenntir en í þetta sinn varð ég að bæta einu almennu riti á listann, Lost Japan eftir Alex Kerr, sem hann skrifaði upprunalega á japönsku. Þið kunnið að hafa séð hana nú þegar á Instagram hjá mér. Bókin var jólagjöf frá minni elstu, sem gaf mér einnig Orientalism eftir Edward W. Said. Vel valið hjá henni, ekki satt? Flestar bækurnar á bókalistanum eru fljótlesnar - ég er þegar að verða búin með þrjár þeirra - þannig að ég geri fastlega ráð fyrir að deila öðrum lista í byrjun febrúar. Gleðilegt og gæfuríkt ár!Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.