sunnudagur, 27. desember 2020

Philip Roth: The Biography · Blake Bailey

Kápa bókarinnar Philip Roth: The Biography eftir Blake Bailey · Lísa Hjalt


Það verður sannkallað Roth-vor á næsta ári því þá kemur í bókaverslanir Philip Roth: The Biography eftir Blake Bailey, gefin út af W. W. Norton & Co. Ég hef beðið eftir þessari opinberu ævisögu í nokkur ár, síðan ég sá Philip Roth Unleashed (2014), heimildarmynd í tveimur hlutum, í BBC-seríunni Imagine. Bailey var einn margra viðmælenda og ræddi ævisöguskrifin; Roth valdi hann sérstaklega til verksins og lét Bailey í hendur alla þá pappíra sem hann þurfti. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá bókarkápuna í sumar því þá vissi ég að biðin eftir bókinni væri að styttast.

Kápumynd: Bob Peterson, 1968

Philip Roth: The Biography
Höf. Blake Bailey
Innbundin, 880 blaðsíður
ISBN: 9780393240726
W. W. Norton & CompanyEngin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.