fimmtudagur, 28. febrúar 2013

rýmið 23


- þakíbúð í Greenwich Village, New York
- hönnuður Robert Couturier

mynd:
Joshua McHugh fyrir Architectural Digest

þriðjudagur, 26. febrúar 2013

Rýmið 22



- Parísarstemning frá Ralph Lauren Home
- Left Bank vörulínan í sýningarrými á Manhattan

mynd:
Michael Weschler fyrir Architectural Digest

mánudagur, 25. febrúar 2013

Snjókorn falla og biscotti



Það snjóar og snjóar og snjóar þessa dagana og það er næstum því að gera mig bilaða. Næstum því. Það er bara ein leið til þess að tækla svona veður: að eiga nóg af heimabökuðu biscotti til að dýfa ofan í kaffi- eða tebollann. Biscotti gerir lífið hreinlega betra. Þannig er það bara.

mynd:
Lísa Hjalt

fimmtudagur, 21. febrúar 2013

luxembourg: gamli hluti borgarinnar


Hér koma myndirnar sem ég næstum því lofaði á þriðjudaginn, teknar af gamla hluta borgarinnar sem kallast Grund. Ég tók þessar þegar við fórum í langan göngutúr í Pétrusse dalnum í skólafríi krakkanna. Það var kalt á þessum febrúardegi og heldur grátt yfir öllu. Ég bjóst við að myndirnar yrðu kannski dimmar og drungalegar en þær heppnuðust bara ágætlega, eða það finnst mér.

Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu borgarinnar þá læt ég fylgja brot úr texta sem er að finna á vef UNESCO World Heritage Centre:

Because of its strategic position, Luxembourg was, from the 16th century until 1867 when its walls were dismantled, one of Europe's greatest fortified sites. It was repeatedly reinforced as it passed from one great European power to another: the Holy Roman Emperors, House of Burgundy, Habsburgs, French and Spanish kings, and finally the Prussians. Until their partial demolition, the fortifications were a fine example of military architecture spanning several centuries.

The City of Luxembourg is located at the crossing point of two major Roman roads. In 963 Sigefroid, a count from the Moselle valley, built a castle on the Rocher du Bock, which he obtained by means of an exchange with the Abbey of St Maximin of Trier. His servants and soldiers settled around the castle and the modern town sprang from the market-place of this settlement, the Vieux Marché.

The lower town of Grund and the Plateau du Rham: archaeological excavations have shown that the Grund and Rham areas were settled for some six centuries before Count Sigefroid took possession of the Bock promontory in 963. The Wenceslas Wall formed part of the third defensive circuit built in the late 14th century. It underwent a number of modifications and strengthenings as artillery improved.

The Grund sluice was built by the Austrians in 1731; it consists of a massive masonry dam with vaulted openings that could be closed to prevent water passing through them. Much of the lock was dismantled in 1878, but its remains are still impressive, and also provide a magnificent panorama of the city. The Hospital Saint-Jean was founded in 1308; in 1543 a Benedictine community was established there, to become known as the Neuminster.

myndir:
Lísa Hjalt
Luxembourg, febrúar 2013

miðvikudagur, 20. febrúar 2013

rýmið 21


- svefnherbergi í Hollywood Hills, Los Angeles
- í eigu Claire Stansfield, stofnanda C & C California
- húsið var hannað af Robert Byrd og byggt um 1920, um endurnýjun sáu Marmol Radziner arkitektar

mynd:
Paul Raeside fyrir House & Garden af síðunni Design rulz

þriðjudagur, 19. febrúar 2013

luxembourg: pétrusse dalurinn + adolphe brúin


Ég verð að byrja á því að segja að ég hreinlega gleymdi að segja í síðasta pósti að ég væri að fara í bloggfrí vegna skólafrís krakkanna. Ef þið kíktuð á ensku útgáfu bloggsins þá hafið þið væntanlega lesið það þar og séð þessar myndir sem ég tók af Pétrusse dalnum og Adolphe brúnni inni í borg. Mig langaði að birta þær hér líka.

Ég birti kannski fleiri myndir síðar í vikunni því við fórum í langan göngutúr í Pétrusse dalnum í fríinu. Það var á heldur gráum og köldum febrúardegi en ég fæ seint nóg af fegurð Luxembourg, sama hvernig veðrið er.

Njótið dagsins!

myndir:
Lísa Hjalt
Luxembourg, febrúar 2013

miðvikudagur, 6. febrúar 2013

innlit: hlýleiki og hrár stíll í austin, texas


Sem fyrr var ég að leita að myndum á Pinterest síðunni þegar ég rak augun í myndina hér efst til vinstri og það var eitthvað við hana sem fékk mig til að staldra við, sennilega var það samspil arinsins, rauðu mottunnar og dökku húsgagnanna sem höfðaði til mín. Eins og algengt er á þessum vef þá eru margir sem setja inn myndir þar án þess að geta upprunans, sem mér persónulega finnst óþolandi, en ég fann upprunann á endanum og fleiri myndir úr sama húsi.

Húsið er í Tarrytown í Austin, Texas, það stendur við bakka Lake Austin vatnsins. Ég er meira fyrir ljósari rými en féll samt alveg fyrir hráa stílnum og hlýleikanum sem einkennir húsið. Gólfefnin finnst mér virkilega falleg, skemmtileg blanda af flísum og viðarborðum. Það sem heillar mig líka við þetta hús er að það lítur ekki út eins og bæklingur frá húsgagnaverslun, það er greinilegt að þarna býr fólk og heldur fallegt heimili.


Það er ekkert síðra utandyra og þessar snotru svalir eru mér að skapi. Ég væri alveg til í að sitja þarna eitt kvöld að spjalli í góðra vina hóp. Upp við húsið er auk þess stæði fyrir báta.


myndir:
2400 Matthews af síðunni Nicety Deco

þriðjudagur, 5. febrúar 2013

luxembourg: place d'armes torgið


Ég ætlaði að pósta þessum myndum fyrr í dag en ég var inni í borg og kom seinna heim en ég ætlaði mér. Áður en ég fór þá var veðrið ansi margbreytilegt. Það rigndi og svo komu þrumur og eftir það haglél og svo snjór. Þetta var frekar undarlegt eftir milt rigningarveður síðustu daga. Þegar ég skrifa þetta þá er byrjað að snjóa að nýju og jörðin er orðin alveg hvít. Hvað um það, það hafði stytt upp þegar ég kom inn í borg og þar sem ég hafði kippt með mér myndavélinni náði ég nokkrum myndum af Pétrusse dalnum þegar ég rölti yfir Adolphe brúna. Ég deili þeim síðar.

Þessar tók ég síðasta laugardag þegar ég skrapp aðeins inn í borg til að fara á bókasafnið og ná mér í sushi. Bókasafnið er í hliðargötu út frá Place d'Armes torginu sem heitir Rue Genistre. Á myndinni hér beint fyrir ofan til vinstri sjást rauðir stafir á rúðum. Það er sushi staður og bókasafnið er í rýminu beint fyrir neðan, þessu með stóru gluggunum. Á myndinni til hægri stend ég fyrir utan bókasafnið og horfi út á torgið.

myndir:
Lísa Hjalt