Sýnir færslur með efnisorðinu litur: hlutlaus. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu litur: hlutlaus. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 22. apríl 2014

Innlit: Hlýlegt heimili í Danmörku




Ég var að leita að einhverju á Pinterest um daginn þegar ég rakst á myndina með hvítu hillunum hér að ofan og þegar ég sá glitta í hvít viðargólfborð þá vissi ég að þetta hlyti að vera skandinavískt heimili. Þegar ég smellti á myndina endaði ég á heimasíðu Femina og sá að eigandinn bar íslenskt nafn (innlitið er að vísu orðið gamalt þannig að ég veit ekki hver er núverandi eigandi). Persónulega er ég lítt hrifin af hvítmáluðum gólfborðum; ég hef séð of mikið af þeim stíl í skandinavískum innanhússtímaritum. Eins og sést eru gólfborðin ómáluð í svefnherberginu og þau finnst mér mun fallegri. En stíllinn á heimilinu finnst mér hlýlegur.



Isak Hoffmeyer fyrir Femina (uppgötvað á síðu Abby Capalbo/Pinterest)

miðvikudagur, 5. febrúar 2014

Rýmið 52



Ég vildi að ég gæti sagt ykkur nánar frá þessu baðherbergi en því miður veit ég ekkert um það nema það litla sem birtist í myndatextanum. Mig langar í þessa þykku eikarplötu!

mynd:
Elle Decor Italia, apríl 2011 af Tumblr

miðvikudagur, 29. janúar 2014

Rýmið 51




- eldhús í Marrakesh í Marokkó
- hönnuðir Karl Fournier og Olivier Marty hjá Studio KO

mynd:
Philippe Garcia fyrir franska AD, n°120, nóvember 2013

mánudagur, 11. mars 2013

Rýmið 25

Rose Uniacke · baðherbergi með gólfborðum



- baðherbergi í London með gólfborðum
- hönnuður og eigandi Rose Uniacke

mynd:
Henry Bourne fyrir T Magazine

þriðjudagur, 20. nóvember 2012

Rýmið 13

Eldhús, hrá hönnun, einfaldleiki · Maisons Côte Sud · Henri Del Olmo


Ég veit því miður ekki nánari deili á því hver hannaði þetta eldhús. Það birtist í tímaritinu Maisons Côte Sud.

mynd:
Henri Del Olmo fyrir Maisons Côté Sud af blogginu My Paradissi