Sýnir færslur með efnisorðinu gluggar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu gluggar. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 7. október 2014

Rýmið 75



- stofa í húsi á nýsjálensku eyjunni Waiheke Island, Auckland
- hönnun Fearon Hay Architects

mynd:
Patrick Reynolds fyrir Fearon Hay Architects af vefsíðu ArchDaily

fimmtudagur, 2. október 2014

Innlit: þakíbúð með verönd í East Village, NY



Á fimmtudögum á ensku útgáfu bloggsins er ég með seríu þar sem ég birti veröndir og önnur útisvæði. Í dag var ég með stóra verönd virklega fallegrar þakíbúðar í East Village hverfinu í New York og hugsaði með mér, því ekki að deila innri rýmunum hér á íslensku útgáfunni. Það var arkitektinn Michael Neumann sem hjálpaði eigendunum að ráðast í endurnýjun og miklar breytingar á húsnæðinu. Glerhurðirnar með svörtu römmunum og bogadregnu gluggarnir sem einkenna rýmið finnst mér hafa heppnast ákaflega vel, en samtals fimm hurðir opnast út á veröndina. Stíllinn er hrár en samt hlýlegur, mikið er um muni úr náttúrulegum efnum og brúnir tónar eru einkennandi.


Einn eigandanna er einn af yfirmönnum hjá Ralph Lauren veldinu og því er að finna mikið af húsgögnum og munum fyrir heimilið frá Ralph Lauren Home, til dæmis sófann og stólana í stofunni. Rammaða prentverkið fyrir ofan arininn er eftir Richard Serra.


Persónulega langaði mig að sleppa að nota þessa mynd af borðstofunni því mér finnst borðskreytingin svo yfirdrifin eða, svo ég segi það bara hreint út, forljót. En hin myndin sem ég fann var bara of lítil. Ég vildi samt sýna ykkur rýmið því þaðan sést vel út á veröndina og myndin sýnir hurðirnar og gluggana vel. Það er annars alveg merkilegt hvað þetta er algeng stílisering í innlitum í amerískum tímaritum, eins og það þurfi alltaf að vera einhver svakalegur vasi með risastórum blómum eða greinum ofan á hringborði sem gnæfir yfir allt annað. Þess má geta að stólarnir í iðnaðar- eða verksmiðjustílnum eru gamlir Tolix stólar og eru líka notaðir við borðið á veröndinni.


myndir:
Miguel Flores-Vianna fyrir Architectural Digest, apríl 2012

fimmtudagur, 3. júlí 2014

Rýmið 68




Þessi mynd er hluti af innliti tímaritsins Veranda á heimili hönnuðarins Mark D. Sikes í Hollywood Hills í Kaliforníu. Sikes og sambýlismaður hans hafa endurnýjað húsið og hér sést inn í stofuna frá veröndinni. Mér finnst gluggarnir fallegir og ég er alltaf hrifin af stórum vösum með blómstrandi greinum.

Roger Davies fyrir Veranda af bloggi Mark D. Sikes

þriðjudagur, 17. september 2013

þriðjudagur, 27. ágúst 2013

fimmtudagur, 15. ágúst 2013

Rýmið 38



- borðstofa í Antwerpen í eigu belgíska arkitektsins Vincent Van Duysen
- úr bókinni Interiors eftir ljósmyndarann Martyn Thompson

mynd:
Martyn Thompson af bloggi Mark D. Sikes

miðvikudagur, 7. ágúst 2013

Rýmið 37



- vinnustofa hönnuðarins Thomas O'Brien í New York
- fleiri myndir er að finna í bók hans, American Modern

mynd:
Laura Resen, úr bókinni American Modern eftir Thomas O'Brien af blogginu Fox Interiors

þriðjudagur, 30. júlí 2013

miðvikudagur, 24. júlí 2013

Rýmið 35



Ég vildi gjarnan geta sagt ykkur hver hannaði þessa stofu - þessir gluggar! - en því miður er þetta ein af þeim myndum sem ég veit ekki hvaðan kemur upprunalega; hef leitað árangurslaust í meira en ár. Það sem dregur mig að rýminu er ekki bara öll þessi náttúrulega birta heldur lofthæðin, svörtu gluggarammarnir, mottan, litavalið og jafnvægið í uppröðun húsgagna. Þarna er ekkert óþarfa prjál heldur einfaldeiki í öndvegi sem skapar kyrrð.

mynd:
ljósmyndari óþekktur, af Dear Designer's Blog

mánudagur, 29. apríl 2013

sólskáli í Gravenwezel kastalanum

Ég var með ákveðinn póst í huga fyrir daginn í dag en þegar ég rakst á myndina hér að ofan á netinu þá varð ég að deila henni. Þessi sólskáli tilheyrir Gravenwezel kastalanum sem er rétt fyrir utan Antwerpen, sem var jú okkar heimaborg í um tvö ár. Kastalinn er í eigu belgíska listmuna- og antíksalans Axel Vervoordt. Hann er með aðsetur í kastalanum og notar hann undir alls kyns sýningar og tvisvar sinnum á ári opnar hann dyrnar fyrir almenningi. Nú dauðsé ég eftir því að hafa ekki notað tækifærið til að kíkja þegar ég bjó í Antwerpen, en ég get bætt úr því síðar.

Þessi kastali er ævaforn. Það er ekki vitað hver byggði hann en ég hef séð heimildir sem vísa aftur til 13. aldar. Á 18. öld voru gerðar heilmiklar umbætur á kastalanum sem þá var í eigu fjölskyldu sem kallaðist Van Susteren. Það var einmitt þá sem sólskálinn var byggður.

Hér er mynd af sjálfum kastalanum og þið getið séð fleiri myndir með því að opna síðari tengilinn hér að neðan.

myndir:
1: Sebastian Schutyser af blogginu The Caledonian Mining Expedition Company / 2: Architecture and Interior Design


mánudagur, 11. mars 2013

Rýmið 25

Rose Uniacke · baðherbergi með gólfborðum



- baðherbergi í London með gólfborðum
- hönnuður og eigandi Rose Uniacke

mynd:
Henry Bourne fyrir T Magazine

miðvikudagur, 23. janúar 2013

Rýmið 19



- björt og falleg setustofa í uppgerðu ensku sveitasetri í eigu rithöfundarins Bella Pollen
- sjá skemmtilega grein eftir hana um framkvæmdirnar og fleiri myndir á vefsíðu Vogue US.

mynd:
François Halard fyrir Vogue US