fimmtudagur, 3. júlí 2014

Rýmið 68
Í apríl á ensku útgáfunni birti ég gamalt innlit á heimili hönnuðarins og bloggarans Mark D. Sikes í Hollywood Hills í Kaliforníu. Ég hélt að svo til allir í bloggheimum hefðu séð þetta innlit á sínum tíma og átti því ekki von á hversu vinsæll pósturinn varð. Hvað um það, Sikes og sambýlismaður hans eru búnir að gera breytingar á heimili sínu og þessi tiltekna mynd úr nýjasta hefti Veranda sýnir hluta stofunnar séð frá veröndinni. Mér finnst gluggarnir svo fallegir og ég er alltaf hrifin af stórum vösum með blómstrandi greinum.

mynd:
Roger Davies fyrir Veranda af bloggi Mark D. Sikes

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.