mánudagur, 30. september 2013

Haustdagur í Luxembourg

Haustdagur í Luxembourg · Lísa Hjalt


Ég fór í göngutúr í borginni í dag og ætlaði mér að ná fallegum haustmyndum í gamla hlutanum, sem kallast Grund. Áttaði mig svo á því þegar ég hafði rölt í gegnum Pétrusse-dalinn, eða gilið, og inn í gamla hlutann að ég hafði steingleymt að hlaða batteríið í myndavélinni. Kannski bara lán í óláni því það var kannski full sólríkt fyrir myndatökur um það leyti sem ég var á ferðinni (tók þessa mynd á svipuðum slóðum á laugardaginn þegar ég fór með vinkonur frá Íslandi í göngutúr). Ég náði nú samt nokkrum myndum í dag sem ég deili síðar í vikunni.

Ég smellti af þessari upp á hæðinni þegar ég var að njóta útsýnisins með lattebollann minn. Það er bara rétt aðeins farið að glitta í haustlitina hér í Luxembourg og veðrið leikur enn við okkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.