mánudagur, 9. september 2013

Lavender í friðsælum einkagarði í West MidlandsVið eyddum síðustu viku í enskri sveit í West Midlands, nánar tiltekið í uppgerðum kofa sem tilheyrir 14. aldar sveitasetri (sjá innganginn að honum í bakgrunni myndarinnar fyrir neðan). Í einkagarði/innkeyrslu sveitasetursins mátti finna beð full af lavender og alls kyns blóm og tré. Þetta var ákaflega friðsælt og fallegt. Á meðan dvölinni stóð könnuðum við sveitirnar í kring og keyrðum líka til Warwickshire - Shakespeare's Country.


Upphaflega ætluðum við að vera í kofa norðarlega á Cotswolds-svæðinu en það gekk ekki upp og eftir á vorum við bara ánægð með það því þetta gat ekki verið fullkomnara. Við fengum dásamlegt veður, sól og blíðu, og það eina sem minnti á komu haustsins var liturinn á lavender plöntunum sem var tekinn að dofna.


myndir:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.