miðvikudagur, 18. september 2013

Innlit: glæsivilla í MontecitoÞetta innlit er eilítið frábrugðið því innbúið á myndunum tilheyrir fyrrum eigendum hússins en nýir eigendur eru þær Ellen DeGeneres og Portia De Rossi, sem flestir ættu að þekkja (ég sýndi ykkur búgarðinn þeirra á blogginu í vor). Það var arkitektinn John Saladino sem hannaði húsið sem er í Montecito í Kaliforníu og eins og sjá má þá er stíllinn eilítið hrár en samt hlýlegur.

Ég hlustaði nýverið á viðtal við De Rossi þar sem hún var spurð út í flutningana og hún svaraði að þær stöllur hefðu haft augastað á þessu húsi í mörg ár og voru því fljótar að grípa tækifærið þegar það var auglýst til sölu. Ég er viss um að fljótlega eigum við eftir að sjá innlit til þeirra í einhverju tímariti, þegar þær eru búnar að koma sér vel fyrir og gera húsið að sínu.

Mér finnst stofan á fyrri myndinni, þar sem arinninn er í horninu, einstaklega skemmtileg. Kannski kannist þið við umhverfið á myndinni með garðborðinu því ég deildi sama borði í einni Eftirminnilegt sumar færslu með annarri stíliseringu.
myndir:
Susan Burns fasteignamiðlun

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.