þriðjudagur, 24. september 2013

haustlitir í boði Clive Nichols

Samkvæmt dagatalinu er haustið komið en allur gróður hér í kring er enn þá grænn. Ef það væru ekki plómur, vínber og epli í garðinum þá væri það bara eilítið svalara loft á morgnana sem minnti á komu haustsins. En ég er komin í haustgírinn og hlakka til að sjá náttúruna klæðast nýjum litum. Að mínu mati tekst ljósmyndaranum Clive Nichols að fanga allt að því draumkennda hauststemningu á meðfylgjandi myndum. Litadýrðin er dásamleg!

Ég varð að bæta við eldhúsinu hér að neðan vegna hlýleikans - eldhús með arni er draumurinn. Ég sá fyrir mér heita súpu í potti og nýbakað brauð um leið og ég sá myndina. Talandi um súpur. Ég fann þessa uppskrift að sætkartöflusúpu í gær og ætla að prófa hana í dag.

myndir:
Clive Nichols

_
Click for LATTELISA ENGLISH VERSION

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.