mánudagur, 16. júní 2014

Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon


Bókin Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon · Lísa Hjalt
Bóndarósir (peoníur) · Lísa Hjalt


Nýjasta viðbótin í safnið mitt er bókin Textiles: The Whole Story: Uses, Meanings, Significance eftir Beverly Gordon (sjá um höfund), sem kom út í kiljuformi síðasta sumar (fyrst gefin út 2011). Bókin er 304 síður, skiptist í 6 kafla og inniheldur mikið af myndum. Þegar ég fletti henni í fyrsta sinn þá staldraði ég við þessa setningu á bls. 4: „For everyone everywhere who has fallen under the textile spell.“ Greinilega bók fyrir mig.

Þessi færsla er ekki ritdómur því ég er bara nýbúin að eignst bókina og hef ekki lesið hana, en eftir að hafa flett í gegnum hana og skoðað myndirnar þá finnst mér ég vera með gimstein í höndunum. Ég hlakka til að sökkva mér ofan í fræðin og gleyma mér í textílheimum.
Bóndarósir (peoníur) · Lísa Hjalt


This vibrantly illustrated book … is an original look at the myriad roles played by textiles in all aspects of human life, from ancient weavings to light-sensitive and other futuristic fabrics of our own era. Beverly Gordon discusses how textiles are an integral part of the human life journey from cradle to grave in a multitude of practical, symbolic and spiritual ways … This book will captivate and inspire anyone who has a passion for textiles and textile arts, whether educational, creative or professional. (Bókarlýsing á Book Depository)
Bókin Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon
Bókin Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon
Bóndarósir (peoníur) · Lísa Hjalt
Bókin Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon · Lísa Hjalt


myndir mínar | heimild: bókarkápa og blaðsíður úr Textiles: The Whole Story, útgefandi Thames and Hudson af vefsíðu Amazon UK

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.