Nú er árstíð bóndarósanna sem eru uppáhaldsblómin mín. Ég hef aldrei vanist íslenska heitinu og kalla þær alltaf peoníur. Það er allt að því helgistund að koma við á blómamarkaði til að kaupa fyrsta vönd ársins. Lyktin er himnesk! Ég og sonurinn vorum í göngutúr um daginn og í næsta bæ við okkur sá ég peoníurunna með blómum sem voru að undirbúa að springa út. Ég hef heyrt að það sé erfitt að rækta þær en mig langar svo að kaupa mér runna og hafa í potti á veröndinni og sjá hvernig hann dafnar.
mynd:
Cory and Jade · Endlessly Enraptured
mynd:
Cory and Jade · Endlessly Enraptured
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.