fimmtudagur, 5. júní 2014

Innlit: Hamptons strandkofi í skandinavískum stíl



Það er nú ekki oft sem maður rekst á innlit frá Hamptons-svæðinu sem er jafn hlýlegt og þetta því yfirleitt er verið að sýna glæsivillur ríka fólksins þar sem íburður virðist vera kjörorðið. Félagarnir sem reka hönnunarfyrirtækið Heiberg Cummings Design eru eigendur þessa strandkofa sem þeir hafa innréttað af smekkvísi í skandinavískum stíl. Hlutlausir tónar eru brotnir upp hér og þar með mildum litum, eins og sjá má í eldhúsinu þar sem stendur grænmáluð gamaldags eyja. Svæðið allt um kring er dásamlega fallegt og ekki amalegt að sitja úti á verönd og fylgjast með bátsferðum. Það er nokkuð ljóst að heir félagar eiga ekki í vandræðum með að hlaða batteríin á þessum stað þegar borgarlífið í New York verður aðeins of stressandi.


myndir:
Anastassios Mentis + Elisabeth Sperre Alnes fyrir Interiør Magasinet

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.