Ég kom auga á janúartölublað breska
Vogue í búðinni áðan og kippti því með (er að reyna að kaupa færri tímarit því ég setti +50 kíló í endurvinnsluna fyrir flutninga en það var á tilboði á tvö pund). Ég er ekki komin í gegnum það allt en fann þennan skemmtilega tískuþátt með dönsku fyrirsætunni
Freja Beha Erichsen, sem mér þykir ein sú flottasta í geiranum. (Nú til dags veit ég varla hvað allar þessar stelpur heita því mér finnst margar þeirra líta svo til eins út, en það er eitthvað í fari hennar sem setur hana á stall með fyrirsætum eins og Kate Moss og Christy Turlington.) Myndirnar voru teknar á Dragsholm á Sjálandi þar sem móðir hennar á sumarhús.
Ég á annars nokkrar uppáhaldsmyndir af henni, eins og þessa
haustlegu sem var tekin fyrir Reserved og náttúrlega myndina úr auglýsingaherferð Bottega Veneta síðastliðið vor þar sem hún gerði þennan
kjól ódauðlegan. Það var alveg sama hversu margir reyndu að stílisera hann í tískuþætti, engin sló þessari mynd við enda meistari Peter Lindbergh með myndavélina í hendi. Ég held annars að það sé óhætt að fullyrða að fyrstu tvær myndirnar í þessari færslu fari í uppáhaldsflokkinn.
myndir:
Cass Bird fyrir British Vogue, janúar 2014 | fyrirsæta: Freja Beha Erichsen í ,Shore Leave' | stílisering: Francesca Burns
af síðunni Photoshoot
_
Click for LATTELISA ENGLISH VERSION