Ég óska blogglesendum og vinum gleðilegra jóla!
Sýnir færslur með efnisorðinu jól. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu jól. Sýna allar færslur
föstudagur, 25. desember 2020
sunnudagur, 24. desember 2017
№ 13 bókalisti | Gleðilega hátíð
Fyrr í vikunni lofaði ég að deila stuttum bókalista - þessi er № 13 - fyrir jólin (myndina tók ég fyrir tveimur dögum þegar ég var að pakka inn gjöfum; það sem hýasinturnar hafa vaxið síðan þá!). Á þessu augnabliki er ég í kaffipásu og fletti nýjasta tölublaði, janúar 2018, The World of Interiors, sem okkar elsta kom með frá Skotlandi. Jólaeftirréttirnir eru tilbúnir og bráðum byrjum við að undirbúa máltíð kvöldsins. Það sem ég hlakka til að setjast til borðs og borða veislumat.
Síðasta sumar keypti ég eintak af Giovanni's Room eftir James Baldwin og hef beðið eftir rólegri stund til að hefja lesturinn. Ef síðasta bloggfærsla fór fram hjá ykkur þá er hann nýi uppáhaldshöfundurinn minn. Það er orðinn siður hjá mér á jólunum að endurlesa eitt klassískt verk og í ár valdi ég Jane Eyre. Það eru mörg ár síðan ég las hana og á jólunum í fyrra fékk ég þessa fallegu innbundnu útgáfu frá Penguin. Hún hefur starað á mig í eitt ár og ég sver það ég heyri hana stundum hvísla, Lestu mig! Hinar tvær bækurnar hafið þið kannski þegar séð á Instagram; Whitehead var hluti af bókagjöf frá kærri vinkonu á Íslandi og leikritið eftir Brecht var fyrsta bókin sem ég keypti á þýsku eftir flutningana (ég veit ekki hvort það hafi verið þýtt á íslenku en hér er ensk útgáfa frá Bloomsbury, The Good Person of Szechwan, í þýðingu John Willett). Ég er þegar byrjuð að lesa hana, en rólega. Mjög rólega. Þetta er mín leið til að endurheimta þýska orðaforðann minn.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári!
№ 13 bókalisti:
1 The Underground Railroad eftir Colson Whitehead
2 Giovanni's Room eftir James Baldwin
3 Der Gute Mensch von Sezuan eftir Bertolt Brecht
4 Jane Eyre eftir Charlotte Brontë
1 The Underground Railroad eftir Colson Whitehead
2 Giovanni's Room eftir James Baldwin
3 Der Gute Mensch von Sezuan eftir Bertolt Brecht
4 Jane Eyre eftir Charlotte Brontë
Síðasta sumar keypti ég eintak af Giovanni's Room eftir James Baldwin og hef beðið eftir rólegri stund til að hefja lesturinn. Ef síðasta bloggfærsla fór fram hjá ykkur þá er hann nýi uppáhaldshöfundurinn minn. Það er orðinn siður hjá mér á jólunum að endurlesa eitt klassískt verk og í ár valdi ég Jane Eyre. Það eru mörg ár síðan ég las hana og á jólunum í fyrra fékk ég þessa fallegu innbundnu útgáfu frá Penguin. Hún hefur starað á mig í eitt ár og ég sver það ég heyri hana stundum hvísla, Lestu mig! Hinar tvær bækurnar hafið þið kannski þegar séð á Instagram; Whitehead var hluti af bókagjöf frá kærri vinkonu á Íslandi og leikritið eftir Brecht var fyrsta bókin sem ég keypti á þýsku eftir flutningana (ég veit ekki hvort það hafi verið þýtt á íslenku en hér er ensk útgáfa frá Bloomsbury, The Good Person of Szechwan, í þýðingu John Willett). Ég er þegar byrjuð að lesa hana, en rólega. Mjög rólega. Þetta er mín leið til að endurheimta þýska orðaforðann minn.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári!
föstudagur, 23. desember 2016
Gleðilega hátíð
Við fjölskyldan höfum það notalegt í stofunni með arineld og þriðju Hringadróttinssögu-myndina í spilaranum á meðan vindurinn blæs úti. Hér norðar blæs stormurinn Barbara en við erum á svæði með gulri viðvörun og fáum bara hressilegan vind og rigningu. Veðrið skiptir annars litlu máli fyrir okkur því nú eru jólin að ganga í garð og við erum ekki að fara neitt. Næstu daga verður það bara góður matur, lestur og svefn. Ég byrja aðfangadagsmorgun á góðu kaffi áður en ég undirbý eftirrétt kvöldins, risalamande, eða möndlugraut, sem ég ber fram með heimagerðri kirsuberjasósu ... algjört lostæti! Um hádegisbilið fáum við okkur sænskt fléttubrauð og heitt súkkulaði á meðan hangikjötið er í pottinum. Ekta julehygge.
Ég óska ykkur, kæru blogglesendur, gleðilegrar hátíðar og gæfu á árinu 2017. Ég þakka fyrir heimsóknirnar á árinu sem er að líða, athugasemdirnar og að hafa líkað við myndir á öðrum samfélagsmiðlum.
Ég óska ykkur, kæru blogglesendur, gleðilegrar hátíðar og gæfu á árinu 2017. Ég þakka fyrir heimsóknirnar á árinu sem er að líða, athugasemdirnar og að hafa líkað við myndir á öðrum samfélagsmiðlum.
þriðjudagur, 22. desember 2015
Möndlugrautur (risalamande) | Gleðilega hátíð
Þá líður að jólum og tími kominn á síðustu bloggfærslu ársins. Ég mátti til með að endurbirta uppskriftina að möndlugraut (risalamande), sem er ávallt ein af mest skoðuðu uppskriftunum fyrir jól á matarblogginu gamla. Möndlugrautur var eftirréttur í minni barnæsku en hann var kannski ekki árleg jólahefð. Grauturinn hefur verið á jólaborðum Dana síðan um lok 19. aldar og hann hefur gengið í gegnum einhverjar breytingar. Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að rjómanum hafi ekki verið bætt í grautinn fyrr en á tímum Síðari heimstyrjaldarinnar, til að drýgja grjónin sem þá voru dýr. Fyrir nokkrum árum síðan bjuggum við í Kaupmannahöfn og um jólin var okkur boðið í mat hjá Dísu frænku minni og dönskum eiginmanni hennar Lars. Hann bar grautinn fram sem eftirrétt með lífrænni kirsuberjasósu sem var dásemdin ein. Þetta var árið 2009 og síðan þá hefur grauturinn verið ein af jólahefðum okkar.
Grautinn ber ég fram á aðfangadagskvöld. Ef notuð er tilbúin sósa þá má fá lífræna sem inniheldur ekki hvítan sykur. Sósuna er annars auðvelt að útbúa sjálfur. Í þau skipti sem ég hef getað keypt fersk kirsuber á þessum árstíma þá hef ég notað 600 grömm. Ég sker berin og fjarlægi steinana áður en ég mauka berin í matvinnsluvél ásamt 1 matskeið af hreinu hlynsírópi. Ég læt þau svo á litla pönnu, bæti 2-3 matskeiðum af hrásykri saman við og kreisti örlítinn safa úr sítrónu yfir. Berin sýð ég við vægan hita í 10-15 mínútur, eða þar til vökvinn hefur að mestu gufað upp. Sósuna læt ég svo kólna í skál. Það má líka nota frosin kirsuber en þá nota ég bara 350 grömm sem ég læt beint á pönnuna ásamt sírópinu, sykrinum og sítrónusafanum án þess að mauka og sýð lengur. Ég stappa þau í lokin með gaffli. Um daginn tókum við smá forskot á jólin og með grautnum bar ég fram sósu sem ég gerði með frosnum blönduðum berjum. Hún var ákaflega góð með grautnum, en það er sú sósa sem sést á myndunum.
Heimilið er tilbúið fyrir jólin og hangikjötið á leið með hraðsendingu frá Íslandi. Það er lítil von um hvít jól í Skotlandi: fyrir utan borðstofugluggann er runni sem er byrjaður að bruma, auk þess sem grasið í garðinum er enn þá fagurgrænt. Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári um leið og ég þakka fyrir innlitin á bloggið og hlýjar kveðjur á liðnum árum.
Heimilið er tilbúið fyrir jólin og hangikjötið á leið með hraðsendingu frá Íslandi. Það er lítil von um hvít jól í Skotlandi: fyrir utan borðstofugluggann er runni sem er byrjaður að bruma, auk þess sem grasið í garðinum er enn þá fagurgrænt. Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári um leið og ég þakka fyrir innlitin á bloggið og hlýjar kveðjur á liðnum árum.
Uppskriftina að möndlugrautnum birti ég á gamla matarblogginu um jólin 2010 þegar við bjuggum í Antwerpen og það var nú bara vegna þess að einhver spurði mig hvernig ég gerði risalamande (stundum skrifað ris a la mande eða ris à l'amande), sem ég hafði eitthvað minnst á. Sem fyrr segir kemur hún frá fyrrnefndum Lars og ég gerði bara örlitla breytingu: ég nota aðeins meiri sykur því börnunum finnst það betra (Lars notar hálfa matskeið) og ég afhýði ekki möndlurnar því hýðið gefur trefjar. Hún er dásamleg vanillulyktin sem berst um allt hús að morgni aðfangadags en grautinn geri ég alltaf nokkuð snemma því hann þarf að kólna. Ef ég fæ ekki lífræna kirsuberjasósu þá einfaldlega bý ég til sósu sjálf eins og fram kom hér að ofan. Ef þið viljið útbúa léttari útgáfu af grautnum þá má skipta út rjómanum fyrir gríska jógúrt eða blanda grískri jógúrt og rjóma saman. Um jólin erum við samt alltaf með alvöru graut, eins og einhver orðaði það, og notum rjóma eingöngu.
MÖNDLUGRAUTUR (RISALAMANDE)
190 g grautargrjón
250 ml vatn
1 lítri mjólk
1 vanillustöng
2 matskeiðar lífrænn hrásykur
½ teskeið fínt sjávar/Himalayasalt
75 g möndlur
400 ml rjómi
Byrjið á því að gera grjónagrautinn: Skolið grjónin, sjóðið þau í 250 ml af vatni í 2 mínútur og bætið svo mjólkinni út í. Sjóðið grjónin í ca. 35 mínútur á lágum hita og tillið loki á pottinn þannig að gufan sleppi í gegn. (Þessi suðutími á við algeng grautargrjón (grødris) í Danmörku, aðrar tegundir gætu þurft lengri suðutíma, en grjónin eiga að vera mjúk og mestur vökvi gufaður upp.)
Áður en vanillustönginni er bætt út í pottinn þarf að kljúfa hana í tvennt. Skerið í gegnum hana miðja með beittum hníf og skafið kjarnann úr henni (notið svo endilega kjarnann til þess að búa til ykkar eigin vanillusykur með hrásykri í glerkrukku).
Þegar grauturinn er tilbúinn skuluð þið fjarlægja pottinn af hellunni og veiða báða helminga vanillustangarinnar upp úr. Setjið grautinn í stóra skál og blandið saltinu og hrásykrinum saman við. Setjið lok/plastfilmu á skálina og látið grautinn kólna í kæliskáp.
Hakkið möndlurnar með hníf eða í matvinnsluvél og blandið saman við kaldan grautinn í skálinni (ef þið viljið afhýða möndlurnar þá eru þær látnar liggja í heitu vatni og hýðið er nuddað af). Þeytið því næst rjómann (ekki stífþeyta) og blandið honum rólega saman við grautinn með sleif.
Berið möndlugrautinn fram með kirsuberjasósu eða sósu með blönduðum berjum.
Recipe in English.
![]() |
mánudagur, 14. desember 2015
Sænskt fléttubrauð með kardamomu
Sænskt fléttubrauð með kardamomu er nýjasta uppskriftin á jólamatseðlinum okkar; ný hefð sem við tökum fagnandi og fellur vel inn í brönsjinn á sunnudögum í desember. Kannski mætti frekar kalla uppskriftina norrænt eða skandinavískt jólabrauð þar sem það er ekki endilega sænskt. Sumir kalla þetta kaffibrauð eða tebrauð en ég er vön sænska heitinu. Í Finnlandi kalla þeir brauðið pulla og annað finnskt heiti yfir það er nisu eða nissua. Í Noregi ber það heitið julekake og innheldur rúsínur, en ég held að Norðmenn flétti ekki endilega hleifinn. Í Danmörku hef ég séð teboller eða bollur með kardamomum. Innihald þessara uppskrifta er eitthvað breytilegt en samnefnarinn er kardamoman.


Í Svíþjóð baka þeir ýmist brauð eða bollur úr deiginu og þeir skreyta brauðið gjarnan með perlusykri, sem er hráefni sem ekki er að finna í mínum eldhússkápum. Í sumum uppskriftum er brauðið fléttað í hring sem er fylltur með smjöri, sykri og kryddum, og möndluflögum dreift yfir. Allar þessar norrænu uppskriftir innihalda smjör og sykur, en það ætti ekki að koma á óvart að mín útgáfa er sykurminni og ég nota örlitla kókosolíu í staðinn fyrir smjör. Brauðið er samt sem áður mjúkt með sætu bragði og því má bæta við að himneskt bragð kardamomunnar er það sem við sækjumst aðallega eftir.


Í mína uppskrift nota ég nýmalaða kardamomu, úr hálfri matskeið af heilum kardamomum (20-25 af þessum grænu). Fyrstu tilraunir mínar með brauðið innihéldu ferskt ger en ég ákvað að gera tilraunir með þurrger líka ef ske kynni að einhverjir lesendur hefðu ekki aðgang að fersku (enginn á heimilinu kvartaði, sennilega voru allir í kardamomudásvefni!). Uppskriftin kallar á 735 grömm af mjöli (5½ bolla) en það er nóg að nota þurrger sem ætlað er 500 grömmum. Ég baka brauðið með fínmöluðu spelti en hef einnig notað lífrænt hveiti, með fersku eða þurrgeri, með góðum árangri. Ég ætlaði að deila gerlausri uppskrift líka en til að koma í veg fyrir misskilning þá geri ég það síðar í sér færslu.
Ég hef sagt það áður að ég á nokkra danska forfeður og ólst upp á Íslandi við ýmsar danskar hefðir, en man ekki eftir fléttubrauði á okkar borðum. Útlitið á brauðinu hefur alltaf heillað mig og þar sem brauðin sem ég hef smakkað hafa verið fullsæt fyrir minn smekk langaði mig að gera mína eigin útgáfu. Að baka fléttubrauð er ekki flókið en þar sem fyrst þarf að virkja gerið og láta svo deigið hefast tvisvar þá snýst þetta meira um bið. Fyrri hefingin er klukkutími og sú síðari þegar búið er að flétta hleifana er 30-40 mínútur. Ef þið kunnið ekki að flétta gerið þá bara venjulega brauðhleifa í staðinn. Eins og ég sagði fyrr þá er uppskriftin mín laus við smjör og er sykurminni en aðrar sem ég hef séð. Við skulum bara segja að í minni er það kardamoman sem er í aðalhlutverki. Þess má svo geta að þegar ég baka finnst mér ákaflega þægilegt að nota bollamál í stað eldhúsvogar og gef þær mælieiningar upp í aðferðinni fyrir þá sem eru sama sinnis (1 bolli = 250 ml).
SÆNSKT FLÉTTUBRAUÐ MEÐ KARDAMOMU
gerir 2 hleifa
17 g ferskt ger (pressuger) + 125 ml vatn (½ bolli) til að virkja gerið
(eða þurrger fyrir 500 g af mjöli - sjá punkta í ljósa boxinu hér að neðan)
185 ml mjólk (¾ bolli)
4 matskeiðar lífrænn hrásykur
2 matskeiðar kókosolía
1 teskeið sjávar/Himalayasalt
½ matskeið heilar kardamomur (eða malaðar)
1 (hamingju)egg
135 g + 600 g fínmalað spelti eða lífrænt hveiti (1 + 4½ bolli)
örlítil kókosolía til að smyrja skálina sem deigið hefast í
1 eggjahvíta til að pensla brauðhleifana
Til að virkja gerið: Setjið ferska gerið (pressugerið) í skál með heitu vatni (35-37°C), hrærið aðeins með skeið til að leysa gerið upp og látið standa í ca. 5 mínútur, þar til yfirborðið er froðukennt. (Sjá punkta í ljósa boxinu hér að neðan ef notað er þurrger.)
Brjótið hýði kardamomunar með t.d. kökukefli til að fjarlægja fræin. Grófmalið fræin með mortéli eða kryddkvörn. Það má líka pakka þeim inn í bökunarpappír og mala þau með kökukefli.
Hitið mjólkina í litlum potti - ekki sjóða hana! Blandið saman hrásykri, kókosolíu, salti og kardamomu í skál og hellið volgri mjólkinni yfir. Hrærið rólega á meðan þið leysið upp sykurinn og kókosolíuna.
Setjið 135 grömm (1 bolla) af spelti/hveiti í stóra skál ásamt eggi. Brjótið rauðuna með pískara og hellið gerblöndunni og mjólkurblöndunni út í. Hrærið með pískara þar til blandan er kekklaus. Bætið 600 grömmum (4½ bolla) af mjöli út í og blandið saman með trésleif. Hnoðið deigið aðeins í höndunum á meðan það er enn í skálinni og ef áferðin er klístruð sigtið örlitlu mjöli yfir og hnoðið áfram þar til rétt áferð næst. Það á að vera raki í deiginu en það á ekki að vera klístrað.
Stráið mjöli á borðplötu og hnoðið deigið í höndunum í 5-7 mínútur. Smyrjið skálina með örlítilli kókosolíu áður en þið setið deigið aftur ofan í hana. Breiðið viskustykki (má vera rakt) yfir skálina og látið deigið hefast á hlýjum stað í alla vega klukkutíma, eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
Sláið deigið niður og hnoðið aðeins áður en þið skiptið því til helminga. Mótið þrjár jafnstórar kúlur úr hverjum helmingi. Rúllið kúlurnar og mótið þannig að úr verði 6 jafnstórar lengjur, hver ca. 30 cm.
Færið 3 lengjur í einu yfir á ofnplötu með bökunarpappír. Klípið endunum sem eru fjærst saman, fléttið lengjurnar og stingið endunum undir. Endurtakið með hinar 3 lengjurnar og hafið gott bil á milli fléttuðu hleifanna. Látið þá hefast undir viskustykki á hlýjum stað í 30-40 mínútur til viðbótar.
Penslið hleifana með eggjahvítu og bakið við 180°C (160°C á blæstri) í 22-25 mínútur. Ef bankað er á brauðbotninn og það heyrist holhljóð þá er brauðið fullbakað. Látið brauðin kólna á kæligrind áður en þið sneiðið þau og berið fram með smjöri.
gerir 2 hleifa
17 g ferskt ger (pressuger) + 125 ml vatn (½ bolli) til að virkja gerið
(eða þurrger fyrir 500 g af mjöli - sjá punkta í ljósa boxinu hér að neðan)
185 ml mjólk (¾ bolli)
4 matskeiðar lífrænn hrásykur
2 matskeiðar kókosolía
1 teskeið sjávar/Himalayasalt
½ matskeið heilar kardamomur (eða malaðar)
1 (hamingju)egg
135 g + 600 g fínmalað spelti eða lífrænt hveiti (1 + 4½ bolli)
örlítil kókosolía til að smyrja skálina sem deigið hefast í
1 eggjahvíta til að pensla brauðhleifana
Til að virkja gerið: Setjið ferska gerið (pressugerið) í skál með heitu vatni (35-37°C), hrærið aðeins með skeið til að leysa gerið upp og látið standa í ca. 5 mínútur, þar til yfirborðið er froðukennt. (Sjá punkta í ljósa boxinu hér að neðan ef notað er þurrger.)
Brjótið hýði kardamomunar með t.d. kökukefli til að fjarlægja fræin. Grófmalið fræin með mortéli eða kryddkvörn. Það má líka pakka þeim inn í bökunarpappír og mala þau með kökukefli.
Hitið mjólkina í litlum potti - ekki sjóða hana! Blandið saman hrásykri, kókosolíu, salti og kardamomu í skál og hellið volgri mjólkinni yfir. Hrærið rólega á meðan þið leysið upp sykurinn og kókosolíuna.
Setjið 135 grömm (1 bolla) af spelti/hveiti í stóra skál ásamt eggi. Brjótið rauðuna með pískara og hellið gerblöndunni og mjólkurblöndunni út í. Hrærið með pískara þar til blandan er kekklaus. Bætið 600 grömmum (4½ bolla) af mjöli út í og blandið saman með trésleif. Hnoðið deigið aðeins í höndunum á meðan það er enn í skálinni og ef áferðin er klístruð sigtið örlitlu mjöli yfir og hnoðið áfram þar til rétt áferð næst. Það á að vera raki í deiginu en það á ekki að vera klístrað.
Stráið mjöli á borðplötu og hnoðið deigið í höndunum í 5-7 mínútur. Smyrjið skálina með örlítilli kókosolíu áður en þið setið deigið aftur ofan í hana. Breiðið viskustykki (má vera rakt) yfir skálina og látið deigið hefast á hlýjum stað í alla vega klukkutíma, eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
Sláið deigið niður og hnoðið aðeins áður en þið skiptið því til helminga. Mótið þrjár jafnstórar kúlur úr hverjum helmingi. Rúllið kúlurnar og mótið þannig að úr verði 6 jafnstórar lengjur, hver ca. 30 cm.
Færið 3 lengjur í einu yfir á ofnplötu með bökunarpappír. Klípið endunum sem eru fjærst saman, fléttið lengjurnar og stingið endunum undir. Endurtakið með hinar 3 lengjurnar og hafið gott bil á milli fléttuðu hleifanna. Látið þá hefast undir viskustykki á hlýjum stað í 30-40 mínútur til viðbótar.
Penslið hleifana með eggjahvítu og bakið við 180°C (160°C á blæstri) í 22-25 mínútur. Ef bankað er á brauðbotninn og það heyrist holhljóð þá er brauðið fullbakað. Látið brauðin kólna á kæligrind áður en þið sneiðið þau og berið fram með smjöri.
Í þessa uppskrift má nota ferskt ger eða þurrger. Að virkja ferskt ger: sjá leiðbeiningar hér að ofan.
Ef notað er þurrger: Ég hef bakað brauðin með tvenns konar þurrgeri. Þó að uppskriftin kalli á 735 grömm af mjöli (5½ bolla) þá nota ég þurrger sem ætlað er fyrir 500 grömm - fylgið leiðbeiningum á umbúðum þar sem þær eru mismunandi eftir framleiðanda.
Ein tegundin er einföld í notkun (instant): Ég blanda einum pakka saman við 135 grömmin af mjölinu áður en egginu og mjólkurblöndunni er hrært saman við. Þegar restinni af mjölinu, 600 grömmunum, er blandað saman við þá hef ég 100-125 ml af volgu vatni til hliðar og nota eftir þörfum.
Hin tegundin sem ég hef notað kallar á 125-150 ml volgt vatn (1 hluti af soðnu á móti 2 hlutum af köldu), 1 teskeið af sykri og 1 matskeið af þurrgeri. Sykurinn er fyrst leystur upp í vatninu í skál áður en gerinu er stráð yfir. Því næst þarf að hræra vel og svo er skálin geymd á hlýjum stað í ca. 15 mínútur þar til yfirborðið er froðukennt.
mánudagur, 26. október 2015
Kryddbrauð
Kannski ætti ég ekki að viðurkenna það en jólaskapið kom snemma í ár. Ég skrifa það á börnin. Nýverið við kvöldverðarborðið byrjuðu þau að tala um jólahefðirnar okkar, um matinn sem við berum fram, og ég hef ekki jafnað mig. Ég er alvarlega að hugsa um að þykjast vera amerísk og halda upp á Þakkargjörðardaginn í ár bara til þess að fá kalkún og graskersböku í nóvember. Aftur að jólaskapinu mínu, sem er svo alvarlegt að ég bakaði kryddbrauð tvo daga í röð í síðustu viku, aðallega til þess að finna jólakryddilminn úr ofninum. Og í gær byrjaði ég að gera tilraunir fyrir jólabrönsj (afsakið slettuna en brönsj er bara svo gott orð) sem einhverjir hafa kannski þegar séð á Instagram.
Ég hef verið frekar upptekin þennan októbermánuð en einn af hápunktunum var án efa að fá bókina hennar (Cafe)Sigrúnar vinkonu í póstinum (það glittir í hana á tveimur myndum). Þið hafið kannski tekið eftir því að bókin kom út í byrjun október og er stútfull af uppskriftum með myndum af þeim öllum. Þetta er bókin sem ég hjálpaði henni með eins og ég sagði ykkur í þessari færslu. Ég hélt að hjartað myndi springa þegar ég opnaði umslagið. Það var ansi furðuleg tilfinning að halda á bókinni og fletta síðunum: þarna voru á prenti öll skjölin sem höfðu verið á tölvuskjánum mánuðum saman! Ég ætla að deila nokkrum uppskriftum síðar og leyfa ykkur að kíkja í bókina en hana getið þið keypt á netinu og í bókaverslunum.
Uppskriftin að kryddbrauðinu, sem inniheldur kanil, engifer, múskat, negul og kakó, er ein af þessum sem ég deildi á gamla matarblogginu. Þetta er eilítið breytt útgáfa af uppskriftinni hennar (Cafe)Sigrúnar, en hún setti sína saman eftir ferð um kryddskógana á Zanzibar. Hún hefur ferðast um Afríku og verið fararstjóri og maðurinn hennar á það til að „trítla“ með fólk upp á Kilimanjaro. Sigrún notar meira magn af kryddum í sína uppskrift og eina útgáfu af hennar er einmitt að finna í bókinni góðu. Ég hef bakað kryddbrauðið í mörg ár og það er okkar þægindamatur. Stundum þegar kalt er í veðri, og bara ég og börnin erum heima, þá borðum við það í kvöldmat ásamt heitu súkkulaði. Brauðið er eitt af því fáa sem ég borða með smjöri en mér finnst það líka gott án þess. Ég baka það með spelti og blanda fín- og grófmöluðu saman. Ef það er afgangur af brauðinu þá frysti ég það í sneiðum og svo fer það bara beint í brauðristina.
KRYDDBRAUÐ
3½ dl spelti (175 g)
2½ dl haframjöl (100 g)
1¼ dl lífrænn hrásykur (110 g)
2-3 matskeiðar kakó
2½ teskeið vínsteinslyftiduft
1 teskeið kanill
½ teskeið engifer
¼ teskeið múskat
¼ teskeið negull
250 ml mjólk/sojamjólk
2 matskeiðar hreint hlynsíróp
Blandið þurrefnunum saman í stórri skál.
Hellið mjólkinni og hlynsírópinu út í og blandið rólega saman þar til ekkert þurrt mjöl er eftir á botninum. Bætið 1-3 matskeiðum af mjólk ef þið þurfið.
Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu ofan í.
Bakið við 190°C (175°C á blæstri) í 35-40 mínútur. Það er ágætt að stinga gaffli eða prjóni í miðjuna til að sjá hvort brauðið sé nokkuð of blautt. Sigrún segir að það megi alveg vera pínu blautt og klesst og mín börn eru alveg sammála henni. Ég baka því brauðið aldrei lengur en í 35 mínútur í mínum ofni.
3½ dl spelti (175 g)
2½ dl haframjöl (100 g)
1¼ dl lífrænn hrásykur (110 g)
2-3 matskeiðar kakó
2½ teskeið vínsteinslyftiduft
1 teskeið kanill
½ teskeið engifer
¼ teskeið múskat
¼ teskeið negull
250 ml mjólk/sojamjólk
2 matskeiðar hreint hlynsíróp
Blandið þurrefnunum saman í stórri skál.
Hellið mjólkinni og hlynsírópinu út í og blandið rólega saman þar til ekkert þurrt mjöl er eftir á botninum. Bætið 1-3 matskeiðum af mjólk ef þið þurfið.
Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu ofan í.
Bakið við 190°C (175°C á blæstri) í 35-40 mínútur. Það er ágætt að stinga gaffli eða prjóni í miðjuna til að sjá hvort brauðið sé nokkuð of blautt. Sigrún segir að það megi alveg vera pínu blautt og klesst og mín börn eru alveg sammála henni. Ég baka því brauðið aldrei lengur en í 35 mínútur í mínum ofni.
mánudagur, 13. apríl 2015
Indverskt te (chai latte) og textílhönnun
Í morgun fann ég fyrir slappleika og það var bara eitt sem líkaminn kallaði á: indverskt te eða chai latte. Ég smellti mynd af skálinni minni en ég naut tesins með bunka af The World of Interiors mér við hlið.
Fyrir þá sem hafa áhuga á textílhönnun: Á myndinni hér að ofan hvílir skálin mín á síðu í októberhefti ársins 2014 með umfjöllun um vatnslitamáluð mynstur eftir textílhönnuðinn William Kilburn (1745–1818). Þessi verk hans eru fáanleg í bók sem kallast Mr. Kilburn's Calicos: William Kilburn's Fabric Printing Patterns from the Year 1800 eftir Gabriel Sempill og Simon Lawrence. Bókin er dýr en örugglega hverrar krónu virði.
Fyrir þá sem hafa áhuga á textílhönnun: Á myndinni hér að ofan hvílir skálin mín á síðu í októberhefti ársins 2014 með umfjöllun um vatnslitamáluð mynstur eftir textílhönnuðinn William Kilburn (1745–1818). Þessi verk hans eru fáanleg í bók sem kallast Mr. Kilburn's Calicos: William Kilburn's Fabric Printing Patterns from the Year 1800 eftir Gabriel Sempill og Simon Lawrence. Bókin er dýr en örugglega hverrar krónu virði.
![]() |
The World of Interiors, okt. 2014, bls. 112-113 |
Uppkriftinni að indverska teinu hafði ég þegar deilt á gamla matarblogginu en það er ætlun mín að smám saman endurbirta þær uppskriftir hér til halda öllu á einum stað. Ég hef gert þetta te í mörg ár og þessi hlutföll af kryddum eru alls ekki heilög heldur ætlað að vera leiðbeinandi; þið getið aukið hlutföll krydds eða sleppt því ef þið viljið. Passið bara að nota ekki of mikinn sykur því það eru miklu skemmtilegra að leyfa kryddbragðinu að njóta sín.
INDVERSKT TE (CHAI LATTE)
500 ml vatn
500 ml mjólk
4 pokar lífrænt svart te
2-2½ matskeið lífrænn hrásykur
1-3 kanilstangir eða 1 teskeið kanill
½ teskeið negulnaglar
¼ teskeið anísfræ eða 1 anísstjarna
nokkur svört piparkorn eða nýmalaður svartur pipar
örlítið engifer
örlítið múskat
örlítil kardamoma (má líka notar heilar kardamomur)
Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið á meðal-hæsta hita. Fjarlægið pottinn af hellunni um leið og suðan kemur upp.
Berið teið fram í bollum eða skálum og njótið.
Önnur aðferð: Ef þið hafið tíma þá má byrja á því að sjóða vatnið með kryddunum eingöngu til að fá sterkara kryddbragð (ein kanilstöng ætti að vera nóg) og bæta svo hinum hráefnunum út í síðar. Það má líka flóa mjólkina sér og gera froðu til þess að láta þetta líta út eins og alvöru latte.
500 ml vatn
500 ml mjólk
4 pokar lífrænt svart te
2-2½ matskeið lífrænn hrásykur
1-3 kanilstangir eða 1 teskeið kanill
½ teskeið negulnaglar
¼ teskeið anísfræ eða 1 anísstjarna
nokkur svört piparkorn eða nýmalaður svartur pipar
örlítið engifer
örlítið múskat
örlítil kardamoma (má líka notar heilar kardamomur)
Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið á meðal-hæsta hita. Fjarlægið pottinn af hellunni um leið og suðan kemur upp.
Berið teið fram í bollum eða skálum og njótið.
Önnur aðferð: Ef þið hafið tíma þá má byrja á því að sjóða vatnið með kryddunum eingöngu til að fá sterkara kryddbragð (ein kanilstöng ætti að vera nóg) og bæta svo hinum hráefnunum út í síðar. Það má líka flóa mjólkina sér og gera froðu til þess að láta þetta líta út eins og alvöru latte.
![]() |
þriðjudagur, 24. desember 2013
Gleðileg jól
Ég er byrjuð að sjóða möndlugrautinn fyrir kvöldið og vanillulyktin berst um allt hús. Dásamlegt! Mér finnst gaman að sjá að möndlugrauturinn er sú uppskrift sem flestir eru að skoða á matarblogginu þessa dagana, einnig sætkartöflumúsin með pekanhnetunum og rósakálið góða sem Nigella Lawson heillaði mig með hér um árið. Allt þetta verður að sjálfsögðu á jólaborðinu okkar í kvöld með kalkúninum. Það sem ég hlakka til að setjast niður og borða veislumat!
Ég keypti mér nýjan hvítan dúk í John Lewis og tauservíettur líka (kíkið endilega á krúttlegu jólaauglýsinguna þeirra í ár, um dýrið sem hafði aldrei séð jólin). Ég tók nokkrar myndir í gær þegar ég var að undirbúa borðið. Ég keypti greinarnar með berjunum á Íslandi fyrir mörgum árum og þær voru eitt af því fáa sem ég tók með þegar við fluttum út.
Ég keypti mér nýjan hvítan dúk í John Lewis og tauservíettur líka (kíkið endilega á krúttlegu jólaauglýsinguna þeirra í ár, um dýrið sem hafði aldrei séð jólin). Ég tók nokkrar myndir í gær þegar ég var að undirbúa borðið. Ég keypti greinarnar með berjunum á Íslandi fyrir mörgum árum og þær voru eitt af því fáa sem ég tók með þegar við fluttum út.
Ég gæti varla hugsað mér jól án bókapakka frá Amazon. Í ár fékk ég nokkrar sem voru á óskalistanum: tvær á borðið í setustofunni, Ralph Lauren (risastór og full af myndum) og The Natural Home eftir stílistann Hans Blomquist. Ég verð að fá bókmenntir líka og núna fékk ég fallega innbundna útgáfu af Persuasion eftir Jane Austen frá Penguin útgáfunni. Það var svo líka smá Downton Abbey í einum pakkanum (hlakka til að sjá jólaþáttinn sem verður sýndur í sjónvarpinu hér á morgun). Pósturinn færði mér svo þrjá pakka í gær frá vinum á Íslandi með bókum þannig að það verður enginn skortur á lesefni þessi jól.
*Vantar þig hugmyndir fyrir jólin? Kíktu á jólaborðið mitt á Pinterest.
Ég óska ykkur öllum gleðilegrar og friðsælar hátíðar!
föstudagur, 13. desember 2013
Góða helgi
*Vantar þig hugmyndir fyrir jólin? Kíktu á jólaborðið mitt á Pinterest.
mynd:
White Loft Studio af síðunni Style Me Pretty Living
White Loft Studio af síðunni Style Me Pretty Living
miðvikudagur, 4. desember 2013
Nivôse eftir Romme
Ég varð að fá jólalegan tískuskammt á bloggið í dag því ég hef áhyggjur af því að finna hreinlega ekki jólaandann í ár, sem er mjög óvenjulegt ástand fyrir mig. Ég er ein af þeim sem bókstaflega elska desember; elska komu jólanna. Ég þóttist viss um að þegar Last Christmas með Wham hljómaði í útvarpinu í dag að þá myndi þetta koma. En nei, það gerðist ekki neitt.
Kannski ef ég horfi nógu lengi á þessa fallegu tískuteikningu frá árinu 1919, Nivôse eftir Marthe Romme, fer eitthvað að bærast hið innra. Vonandi! Verð annars að fá að benda á eitt í teikningunni fyrst ég er að birta hana. Nú er kápan í öndvegi en takið eftir hvernig glittir í rendur þarna vinstra megin.
Kannski ef ég horfi nógu lengi á þessa fallegu tískuteikningu frá árinu 1919, Nivôse eftir Marthe Romme, fer eitthvað að bærast hið innra. Vonandi! Verð annars að fá að benda á eitt í teikningunni fyrst ég er að birta hana. Nú er kápan í öndvegi en takið eftir hvernig glittir í rendur þarna vinstra megin.
*Vantar þig hugmyndir fyrir jólin? Kíktu á jólaborðið mitt á Pinterest.
miðvikudagur, 27. nóvember 2013
Í leit að jólaskapi
Ég sit á Starbucks (enn netlaus heima) og hafði ætlað mér að birta nokkrar jólamyndir í dag í þeirri von að komast í jólaskap en það virðist ekki vera hægt að nota nettenginguna hér til þess að hlaða inn myndum. Ég notaði því bara þessa mynd af jólaglervörum frá Holmegaard sem ég póstaði á ensku útgáfuna í dag. Jólaflaska frá þeim hefur verið lengi á óskalistanum og ég viðurkenni fúslega að ég segði nú ekki nei við glösum og kertastjökum líka.
Ég þurfti annars að líta tvisvar í dagbókina í morgun til þess að trúa því að næsti sunnudagur væri fyrsti í aðventu. Ég er engan veginn tilbúin fyrir jólin enda er ég enn að taka upp úr kössum og raða dótinu okkar. Kannski finn ég jólaskapið pakkað ofan í einhverjum kassa, hver veit. Ég er mikil jólakona en er sem betur fer ekki týpan sem stressar sig fyrir jólin og ég held öllu jólaskrauti í lágmarki. Blikkljós í gluggum er ekki minn stíll. Ég hef nokkra skrautmuni á sjálfu jólaborðinu og svo er það bara jólatré og aðventukrans.
Ég þurfti annars að líta tvisvar í dagbókina í morgun til þess að trúa því að næsti sunnudagur væri fyrsti í aðventu. Ég er engan veginn tilbúin fyrir jólin enda er ég enn að taka upp úr kössum og raða dótinu okkar. Kannski finn ég jólaskapið pakkað ofan í einhverjum kassa, hver veit. Ég er mikil jólakona en er sem betur fer ekki týpan sem stressar sig fyrir jólin og ég held öllu jólaskrauti í lágmarki. Blikkljós í gluggum er ekki minn stíll. Ég hef nokkra skrautmuni á sjálfu jólaborðinu og svo er það bara jólatré og aðventukrans.
*Vantar þig hugmyndir fyrir jólin? Kíktu á jólaborðið mitt á Pinterest.
mynd:
Holmegaard
Holmegaard
laugardagur, 15. desember 2012
Súkkulaðibitakökur með möndlum og haframjöli
Í gær lofaði ég ykkur aukafærslu og hér er uppskriftin sem ég minntist á, súkkulaðibitakökur með möndlum og haframjöli. Ég setti þessa saman á fimmtudaginn og bakaði svo kökurnar aftur í gær til að vera alveg viss um að uppskriftin væri skotheld. Í öllu þessu sykursulli sem dynur á fólki fyrir jólin þá er oft ágætt að huga að innihaldinu í því sem við erum að baka. Þessar eru ekki lausar við sykur, alls ekki, en sykurmagnið er hóflegt og það er ekkert smjör í þeim. Þær eru samt dásamlega bragðgóðar.
fimmtudagur, 8. nóvember 2012
hugað að jólaundirbúningi
Hvað segið þið gott á þessum fimmtudegi? Ég veit ekki með ykkur en ég er smám saman að komast í jólaskap og er farin að nóta hjá mér eitt og annað sem viðkemur undirbúningi jólanna. Í Luxembourg kemur jólasveinninn 6. desember og það er frídagur í skólum. Við bjuggum áður í Antwerpen í Belgíu og jólasveinninn kom á sama degi en þar var að vísu ekki gefið frí. Hvað um það, jólahaldið breyttist örlítið þegar við kynntumst þessari hefð Benelux-landanna og við erum því tilbúin fyrir jólin í byrjun desember. Jólatréð fer upp áður en sveinki og hans fylgdarlið mætir á svæðið því okkur finnst það eiga vel við og gera þennan dag hátíðlegri.
Það er því í nóvember sem ég byrja smám saman að undirbúa jólin og ég nota svo desember til þess að slaka á og njóta komu þeirra. Ég er ekki týpan sem missir úr svefn þó það sé þvottur í þvottabalanum á aðfangadag en með því að undirbúa jólin svona snemma þá er einhvern veginn allt hreint og fínt í desember og þetta snýst meira um að leitast við að halda því þannig með lítilli fyrirhöfn. Nóvember er því tíminn sem ég legg meiri áherslu á að heimilisfólk gangi frá hlutunum í stað þess að færa þá til. Ég nota líka tækifærið til þess að grynnka á ýmsu dóti, hendi því sem er úr sér gengið og gef nýtanlega hluti og föt til góðgerðarmála.
Ég held að það hafi ekki fram hjá neinum sem les bloggin mín að ég er mikil bókakona og þessa dagana er ég að grynnka á stöflunum á stofuborðunum til að rýma fyrir nýjum bókum sem án efa bætast í safnið í desember. Sumar fara upp í hillu en ég nota aðrar til skrauts eins og á myndinni hér að ofan. Ég var einmitt að stilla nokkrum upp með ramma og kertum þegar ég mundi eftir þessari mynd. Nú vantar mig bara fersk blóm líka til að gera þetta enn huggulegra.
Eigið góðan dag!
mynd:
Rue, 2. tölublað, nóv/des 2010, bls. 105
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)