Sýnir færslur með efnisorðinu • FÖSTUDAGSBLÓMIN. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu • FÖSTUDAGSBLÓMIN. Sýna allar færslur

laugardagur, 12. júlí 2014

Góða helgi



Ég er einum degi of sein með þennan póst. Ég átti afmæli í gær og hélt mig að mestu fjarri tölvunni til að njóta sólarinnar og nýju bókanna minna. Ég verð í bloggfríi næstu tvær vikurnar. Ég er að vonast til að kynnast svæðinu hér í kring betur og að komast út að strönd því það er orðið langt síðan ég dýfði tánum í sjóinn.

Ég óska ykkur góðrar helgar!

mynd:
El Mueble

föstudagur, 27. júní 2014

Góða helgi



Vikan hefur verið róleg á íslensku útgáfu bloggsins; ef ég er upptekin þá læt ég ensku útgáfuna ganga fyrir. Það stefnir annars allt í helgi með mikilli rigningu (klassískt enskt veður, ekki satt?) og því lítið annað að gera enn að finna sér góða bók og láta fara vel um sig. Ég var byrjuð að lesa The Shadow Of The Wind eftir Carlos Ruiz Zafón en þurfti að setja hana til hliðar þegar flutningarnir skullu á. Kannski kominn tími á að halda áfram með hana. Í kvöld eru það að sjálfsögðu heimagerðar pizzur, en föstudagspizzur hafa verið hefð hjá okkur síðan snemma árs 2010. Góða helgi!

mynd:
Jen Fariello Photography af síðunni Style Me Pretty Living

föstudagur, 6. júní 2014

Góða helgi



Nú er árstíð bóndarósanna sem eru uppáhaldsblómin mín. Ég hef aldrei vanist íslenska heitinu og kalla þær alltaf peoníur. Það er allt að því helgistund að koma við á blómamarkaði til að kaupa fyrsta vönd ársins. Lyktin er himnesk! Ég og sonurinn vorum í göngutúr um daginn og í næsta bæ við okkur sá ég peoníurunna með blómum sem voru að undirbúa að springa út. Ég hef heyrt að það sé erfitt að rækta þær en mig langar svo að kaupa mér runna og hafa í potti á veröndinni og sjá hvernig hann dafnar.

mynd:
Cory and Jade · Endlessly Enraptured

föstudagur, 16. maí 2014

Góða helgi



Það er búið að vera mikið að gera hjá mér þessa viku og þess vegna hef ég aðallega birt svo til textalausar færslur hér á íslenska blogginu. Stundum er nóg að láta myndirnar tala en mér fannst aðeins of snubbótt að segja ekkert í dag. Ég óska ykkur góðrar helgar og verð hér aftur á mánudaginn með smá fréttir.

mynd:
Lisa Thiele / With Style & Grace · stílisering: Floral Theory af síðunni Taylor'd Events

föstudagur, 2. maí 2014

Góða helgi



Þessa mynd (og fleiri) tók kær bloggvinkona mín og ljósmyndari, Georgianna Lane, í París nú í vor. Stundum vildi ég óska að þessi blóm kirsuberjatránna stöldruðu við aðeins lengur.

mynd:
Georgianna Lane

laugardagur, 8. mars 2014