föstudagur, 17. desember 2021

Mothers, Fathers, and Others: Essays · Siri Hustvedt

Bókarkápan af Mothers, Fathers, and Others: Essays eftir Siri Hustvedt (Simon & Schuster)


Nýtt safn ritgerða, Mothers, Fathers and Others, eftir Siri Hustvedt kom nýlega út hjá Simon & Schuster. Á vefsíðu Hustvedt er bókinni svo lýst: „Femínísk heimspeki og fjölskylduminningar mætast í þessu nýja ritgerðasafni, sem kannar hinn breytilega jaðar sem skilgreinir mannlega reynslu, þar á meðal mörk sem við tökum venjulega sem sjálfsögðum hlut en sem reynast mun minna stöðug en við ímyndum okkur.“

Í morgun hlustaði ég á ritstjórann Sam Leith, sem sér um The Spectator Book Club hlaðvarpið, í áhugaverðum samræðum við Hustvedt um bókina.

Kápumynd: Louise Bourgeois, Self Portrait, 1994
Ljósmynd: Christopher Burke

Mothers, Fathers, and Others: Essays
Höf. Siri Hustvedt
Innbundin, 304 blaðsíður
ISBN: 9781982176396
Simon & Schuster



mánudagur, 13. desember 2021

Virginia Woolf – „elsku hættulega konan“

Virginia Woolf í útgöngubanni, kápan af Mrs Dalloway · Lísa Hjalt


Í fyrra féll ég fyrir bókarkápunni af Mrs Dalloway sem þið sjáið á myndinni. Svo mikið að ég pantaði notað, vel með farið eintak sem aldrei barst. Til að bæta mér það upp ákvað ég að gefa mér bókina í jólagjöf en þegar hún barst í hús gat ég ekki hugsað mér að pakka henni inn þó að ég hefði þegar lesið hana. Bók Virginiu Woolf er því orðin útgöngubannsbók ásamt Bréfum Irisar Murdoch.

Það vill svo til að Murdoch skrifar um Woolf í bréfi á aðfangadag 1941:
The trouble is, I have been reading Virginia Woolf, the darling dangerous woman, and am in a state of extremely nervous self-consciousness. The most selfish of all states to be in.
„Elsku hættulega konan“ – elska þessa lýsingu.

Í hvert sinn sem ég endurles bækur Woolf átta ég mig betur og betur á því hversu stórkostlegur penni hún var. Smáatriðin sem birtast í skrifum hennar, lýsingar á fólki og atferli þess, eru mögnuð. Ég er hrifin af dagbókunum hennar líka og teygi mig oft í bindin sem ég á í hillunum. Árið 1923 var hún að skrifa Mrs Dalloway, sem hún kallaði The Hours í ritferlinu, og þann 19. júní hafði hún þetta að segja um skrifin:
But now what do I feel about my writing?—this book, that is, The Hours, if thats its name? One must write from deep feeling, said Dostoevsky. And do I? Or do I fabricate with words, loving them as I do? No I think not. In this book I have almost too many ideas. I want to give life & death, sanity & insanity; I want to criticise the social system, & to show it at work, at its most intense— But here I may be posing.
Ég deildi myndinni á Instagram í gær með svipuðum texta en mig langaði að halda upp á þessar tilvitnanir á blogginu líka. Við erum enn í útgöngubanni sem á að taka enda 17. desember. Önnur héruð í Austurríki opnuðu flest allt að nýju í gær en þessi nýjasta bylgja var skæðari hér í Efra Austurríki þannig að við þurfum víst að halda okkur innandyra lengur.

mynd mín, birtist á Instagram 12/12/21