föstudagur, 15. maí 2020

Virginia Woolf útgáfur

Bókarkápa: Mrs Dalloway eftir Virginia Woolf (Mariner Books)


Mrs Dalloway said she would buy the flowers herself. 

Þekkið þið þessa fyrstu setningu í Mrs Dalloway, klassíku skáldsögunni eftir Virginiu Woolf? Bókin var fyrst gefin út 14. maí 1925 af Hogarth Press, sem hún og eiginmaðurinn hennar Leonard Woolf settu á fót. Systir hennar, listakonan Vanessa Bell, hannaði bókarkápuna. Næsta bloggfærslan mín átti að vera úr lestrarkompunni en ég get ekki hætt að hugsa um þessar sex gömlu kiljuútgáfur sem ég sá á Instagram í gær - á Mrs Dalloway deginum. Hér höfum við kápurnar af Mrs Dalloway, Three Guineas og Orlando, sem ég bætti strax á óskalistann. Ef þær bara væru innbundnar.
Bókarkápa: Three Guineas eftir Virginia Woolf (Houghton Mifflin Harcourt)
Bókarkápa: Orlando eftir Virginia Woolf (Houghton Mifflin Harcourt)


Mrs Dalloway; Three Guineas; Orlando
Höf. Virginia Woolf
Kiljubrot: 224; 192; 352 blaðsíður
Mariner Books



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.