föstudagur, 15. maí 2020

Virginia Woolf: HMH-útgáfur

Bókarkápa: Mrs Dalloway eftir Virginia Woolf (Houghton Mifflin Harcourt)


Mrs Dalloway said she would buy the flowers herself. 

Þekkið þið þessa fyrstu setningu í Mrs Dalloway, klassíku skáldsögunni eftir Virginiu Woolf? Bókin var fyrst gefin út 14. maí 1925 af Hogarth Press, sem hún og eiginmaðurinn hennar Leonard Woolf settu á fót. Systir hennar, listakonan Vanessa Bell, hannaði bókarkápuna. Næsta bloggfærslan mín átti að vera úr lestrarkompunni en ég get ekki hætt að hugsa um þessar sex gömlu kiljuútgáfur frá HMH Books sem ég sá á Instagram í gær - á Mrs Dalloway deginum. Hér höfum við kápurnar af Mrs Dalloway, Three Guineas og Orlando, sem ég bætti strax á óskalistann. Ef þær bara væru innbundnar.
Bókarkápa: Three Guineas eftir Virginia Woolf (Houghton Mifflin Harcourt)
Bókarkápa: Orlando eftir Virginia Woolf (Houghton Mifflin Harcourt)


Mrs Dalloway; Three Guineas; Orlando
Höf. Virginia Woolf
Houghton Mifflin Harcourt
Kiljubrot: 224; 192; 352 blaðsíður
Sjá úrval bóka eftir Woolf hérEngin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.