þriðjudagur, 30. október 2012
parís: luxembourg garðurinn
Enn og aftur fer ég með ykkur til Parísar enda fæ ég ekki nóg af því að skoða myndirnar og dásama þessa borg. Án efa var ein af notalegustu stundum ferðarinnar sú sem við eyddum í Luxembourg garðinum í dásamlegu haustveðri. Garðurinn er í 6. hverfi og í honum er að finna fallegar styttur - Medici styttan á efstu myndinni er sú allra þekktasta - og gróður. Við norðurenda garðsins er glæsileg höll sem hýsir öldungadeild franska þingsins, Le Sénate. Eftir góðan göngutúr um garðinn settumst við á stóla og nutum kyrrðarinnar og umhverfisins. Það er greinilegt að Parísarbúar kunna að meta þennan garð og mátti sjá ansi marga á ferli eða sitjandi
á bekk að lesa.
myndir:
Lísa Hjalt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Yndislegt
SvaraEyða