mánudagur, 22. október 2012

París: rigning í 6. hverfi



Það var dásamlegt í París þrátt fyrir smá rigningu. Ég passaði mig að vera ekki með of þétta dagskrá og náði því að að gera svo til allt sem ég ætlaði mér. Við borðuðum góðan mat og upplifðum skemmtilega stemningu á hinum og þessum kaffihúsum. Hótelið var í snoturri götu í 6. hverfi og staðsetningin frábær.

Ég er að fara í gegnum myndirnar mínar og ákveða hverjum ég ætla að deila á blogginu. Það verður því Parísarstemning á blogginu næstu daga.

Ég tók þessa mynd á fimmtudaginn í göngutúr um 6. hverfið þar sem við lentum heldur betur í rigningu seinnipartinn. Ég var akkúrat stödd í Rue Saint Sulpice götunni þegar demban kom. París var ekkert verri í rigningu.

mynd:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.