föstudagur, 26. október 2012

búð: merci í parís


Ég pósta alltaf blómum á föstudögum en út af því ég tók frí í gær þá ætla ég að breyta aðeins til í dag og sýna ykkur Merci verslunina í 3. hverfi í París. Hún er það sem kallast 'concept store' á ensku. Ég var alveg ákveðin að kíkja í hana í Parísarferðinni og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Vöruúrvalið er frábært: ritföng, munir fyrir heimilið, sængurver, fatnaður og aukahlutir, og svo margt fleira. Öllu þessu eru fallega uppstillt og það er nóg pláss til þess að skoða sig um.

Verslunin er staðsett á Boulevard Beaumarchais og fyrst er gengið í gegnum göng. Þá kemur maður inn í lítinn og snotran steinlagðan garð þar sem rauði sæti Merci bíllinn blasir við manni. Það er kaffihús í sjálfri versluninni sem sést á efstu myndinni til hægri og það er kaffihús/veitingastaður í sér rými við hliðina á henni. Andrúsmloftið þarna inni er virkilega skemmtilegt. Ef þið eigið leið til Parísar þá mæli ég hiklaust með því að kíkja inn og skoða.

Merci, 111 Boulevard Beaumarchais, 75003 París

Eigið góða helgi!

myndir:
Lísa Hjalt

1 ummæli:

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.