mánudagur, 1. október 2012

innlit: hlýlegt heimili við hudson ána


Ég rakst á þetta hús á vafri mínum um netið. Húsið ber heitið Midwood, það stendur við Hudson ána, tilheyrir Columbia County, og var byggt árið 1888. Eins og sést hefur það verið endurgert. Það var ekki bara húsið sem heillaði mig heldur hauststemningin í myndunum. Umhverfið er svo fallegt og stemningin innan dyra svo hlý og heimilisleg. Sjáið allar þessar bækur!


Myndin að ofan til vinstri er af sveitaveginum sem liggur að húsinu. Það er held ég ekki leiðinlegt að aka heim á leið meðfram þessum vegi.

myndir: 
Christopher Baker fyrir Martha Stewart Living

1 ummæli:

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.