Samkvæmt dagatalinu er haustið komið en allur gróður hér í kring er enn þá grænn. Ef það væru ekki plómur, vínber og epli í garðinum þá væri það bara eilítið svalara loft á morgnana sem minnti á komu haustsins. En ég er komin í haustgírinn og hlakka til að sjá náttúruna klæðast nýjum litum. Að mínu mati tekst ljósmyndaranum Clive Nichols að fanga allt að því draumkennda hauststemningu á meðfylgjandi myndum. Litadýrðin er dásamleg!
Ég varð að bæta við eldhúsinu hér að neðan vegna hlýleikans - eldhús með arni er draumurinn. Ég sá fyrir mér heita súpu í potti og nýbakað brauð um leið og ég sá myndina. Talandi um súpur. Ég fann þessa uppskrift að sætkartöflusúpu í gær og ætla að prófa hana í dag.
myndir:
Clive Nichols
_
Click for LATTELISA ENGLISH VERSION
Sýnir færslur með efnisorðinu árstíðir: haust | vetur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu árstíðir: haust | vetur. Sýna allar færslur
þriðjudagur, 24. september 2013
mánudagur, 16. september 2013
Árstíð plómanna
Árstíð plómanna er gengin í garð og ólíkt árinu á undan þá bókstaflega rignir plómum í garðinum. Ég fór út með fötu í gær, fyllti hana og bjó svo til mulning (crumble) með möndlum og hlynsírópi og bar fram með þeyttum rjóma. Dásamlega gott á bragðið.
Það er óhætt að segja að þegar við klárum allar þessar plómur þá verðum við búin að fá vænan skammt af kalíni og A- og C-vítamíni. Fyrir ykkur sem því miður glímið við þunglyndi þá las ég einhvers staðar að plómur eru ríkar af einhverju efni, sem ég man ekki lengur hvað heitir, sem hjálpar heilanum að framleiða serótónín.
Í garðinum eru líka litlar plómur sem nágrannakonan kallar mírabellur (Mirabelle de Nancy) og þær eru aðallega gular að lit. Hún notar þær í sultugerð og við leyfðum henni að tína eins margar og hún þurfti. Restin er byrjuð að falla af trénu en þær eru það hátt uppi að ég þyrfti stiga til að ná þeim. Spurning um að virkja soninn og klifuráráttuna og láta hann klifra upp í tré að sækja þær!
fimmtudagur, 17. janúar 2013
falleg borðskreyting
Ég fann þessa mynd á flakki mínu um netið í gær og þó að þetta sé haustþema þá fannst mér hún of falleg til að bíða fram á haust með það að pósta henni. Þið getið skoðað fleiri myndir á síðunni Sunday Suppers en tilefnið var að Aran Goyoaga, þekktur matarbloggari sem heldur úti síðunni Cannelle et Vanille, var gestakokkur hjá þeim stöllum. Aran er nýbúin að gefa út sýna fyrstu bók Small Plates and Sweet Treats: My Family's Journey to Gluten-Free Cooking.
mynd:
Karen Mordechai af síðunni Sunday Suppers
mánudagur, 1. október 2012
innlit: hlýlegt heimili við hudson ána
Ég rakst á þetta hús á vafri mínum um netið. Húsið ber heitið Midwood, það stendur við Hudson ána, tilheyrir Columbia County, og var byggt árið 1888. Eins og sést hefur það verið endurgert. Það var ekki bara húsið sem heillaði mig heldur hauststemningin í myndunum. Umhverfið er svo fallegt og stemningin innan dyra svo hlý og heimilisleg. Sjáið allar þessar bækur!
Myndin að ofan til vinstri er af sveitaveginum sem liggur að húsinu. Það er held ég ekki leiðinlegt að aka heim á leið meðfram þessum vegi.
myndir:
Christopher Baker fyrir Martha Stewart Living
mánudagur, 24. september 2012
haustið heilsar
Þessar myndir tók ég í fyrra í litlum hollenskum bæ á mörkum Hollands og Belgíu, vestan megin við ána Schelde. Þið sem hafið fylgst með ensku útgáfu bloggsins kannist kannski við þær því ég þær eru hluti af færslu sem ég birti í fyrra. Mig langaði til þess að fagna komu haustsins í dag og hvað er meira við hæfi en litrík haustuppskera, einkum grasker. Mér finnst alltaf svo vænt um þessar myndir og þær minna mig á hvað koma haustsins hér á meginlandi Evrópu er ólík komu þess á Íslandi.
myndir:
Lísa Hjalt
Lísa Hjalt
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)