Sýnir færslur með efnisorðinu litur: appelsínugulur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu litur: appelsínugulur. Sýna allar færslur

mánudagur, 24. september 2012

haustið heilsar



Þessar myndir tók ég í fyrra í litlum hollenskum bæ á mörkum Hollands og Belgíu, vestan megin við ána Schelde. Þið sem hafið fylgst með ensku útgáfu bloggsins kannist kannski við þær því ég þær eru hluti af færslu sem ég birti í fyrra. Mig langaði til þess að fagna komu haustsins í dag og hvað er meira við hæfi en litrík haustuppskera, einkum grasker. Mér finnst alltaf svo vænt um þessar myndir og þær minna mig á hvað koma haustsins hér á meginlandi Evrópu er ólík komu þess á Íslandi.


myndir:
Lísa Hjalt

miðvikudagur, 15. ágúst 2012

Rýmið 01


West Village, New York · hönnuður Steven Gambrel


- West Village, New York
- hönnuður Steven Gambrel

Rýmið er sería á blogginu þar sem ég einungis birti eina mynd og tilgreini hönnuð og staðsetningu,
ef hún er gefin upp. Orð eru óþörf og fókusinn er á fallega hönnun, samspil lita, birtu eða hvað sem er.