Sýnir færslur með efnisorðinu stofa. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu stofa. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 7. október 2014

Rýmið 75



- stofa í húsi á nýsjálensku eyjunni Waiheke Island, Auckland
- hönnun Fearon Hay Architects

mynd:
Patrick Reynolds fyrir Fearon Hay Architects af vefsíðu ArchDaily

fimmtudagur, 25. september 2014

Rýmið 74



- stofa eða leskrókur með arni í hlutlausum tónum í Hollywood
- eigandi er Darren Star, maðurinn á bak við sjónvarpsþætti eins og Sex and the City, Beverly Hills, 90210 og Melrose Place
- innanhússhönnun var í höndum Waldo's Designs og um arkitektúr sá Rios Clementi Hale Studios

mynd:
Roger Davies fyrir Architectural Digest, mars 2012

þriðjudagur, 9. september 2014

Rýmið 72



- stofa á Majorca á Spáni í eigu Brenda og Paul van Berg
- húsið er uppgert og situr í fjallshlíð nálægt borginni Palma

Ég hef sagt það áður en eitt uppáhaldstímaritið mitt um innanhússhönnun er Elle Decoration UK. Það kemur inn um lúguna í hverjum mánuði og ég er alltaf jafn spennt þegar ég tek það úr plastinu og sest niður til að fletta því með lattebolla í hendi. Þetta rými er hluti af innliti í júlítölublaði þessa árs og það var að sjálfsögðu hrái stíllinn sem höfðaði til mín. Eigendurnir, sem líka reka jógastöð við heimili sitt, hafa ferðast um Afríku og Asíu og keypt ýmsa muni, einkum á mörkuðum í norðurhluta Afríku. Heimilið ber að sjálfsögðu keim af því.

mynd:
Sunna & Marc van Praag fyrir Elle Decoration UK

fimmtudagur, 3. júlí 2014

Rýmið 68




Þessi mynd er hluti af innliti tímaritsins Veranda á heimili hönnuðarins Mark D. Sikes í Hollywood Hills í Kaliforníu. Sikes og sambýlismaður hans hafa endurnýjað húsið og hér sést inn í stofuna frá veröndinni. Mér finnst gluggarnir fallegir og ég er alltaf hrifin af stórum vösum með blómstrandi greinum.

Roger Davies fyrir Veranda af bloggi Mark D. Sikes

þriðjudagur, 24. júní 2014

Rýmið 67



- stofa í París
- hönnuður og eigandi Tino Zervudachi
- listaverk á vegg eftir Robert Motherwell

mynd:
Derry Moore fyrir Architectural Digest

miðvikudagur, 7. maí 2014

Rýmið 63



Falleg stofa á Spáni þar sem hlutlausir litir á veggjum og húsgögnum eru brotnir upp með hlýjum gulum og rauðum tónum. Eins og sést er lofthæðin mikil og náttúrleg birta streymir auðveldlega inn í húsið.

mynd:
El Mueble

þriðjudagur, 29. apríl 2014

Rýmið 62



- stofa með hvítum veggjum, gólfborðum og viðarbitum í lofti
- endurgert sumarhúsi/kofi á Long Island frá árinu 1840
- hönnuður Tricia Foley

mynd:
William Abranowicz fyrir Elle Decor

mánudagur, 17. mars 2014

Rýmið 57



- setustofa á heimili danska ljósmyndarans Kristian Septimus Krogh og konu hans Lise í nágrenni Preggio í Umbria-héraði á Ítalíu
- arkitekt Marco Carlini
- það er innlit á heimilið í apríl 2014 tölublaði Elle Decoration UK en þessi tiltekna mynd birtist ekki í blaðinu

mynd:
Kristian Septimus Krogh fyrir Elle Decoration UK af Facebooksíðu þeirra

fimmtudagur, 27. febrúar 2014

Náttúrulega bastkistan mín


Þessa náttúruleg efni færslu skrifa ég í samvinnu við Wovenhill, enskt fyrirtæki í Stratford-upon-Avon sem sérhæfir sig í garðhúsgögnum úr basti. Þau sendu mér þessa bastkistu sem ég nota sem hliðarborð í setustofunni.


Ég hafði verið að leita að hliðarborði fyrir setustofuna, einhverju sem væri praktískt og létt og helst einhverju sem væri um leið góð hirsla. Þessi bastkista var akkúrat það sem mig vantaði. Eins og sést á myndinni þá er hún ansi stór. Ég get geymt í henni teppi og aðrar vefnaðarvörur og líka hluti sem við erum ekki að nota dagsdaglega. Ofan á lokinu geymi ég lampa og bækur (ekki með á myndinni er bakki sem ég tylli á lokið þegar ég fæ mér kaffi í setustofunni).

Wovenhill býður upp á fjórar gerðir af bastkistum, Hatton, Marlow, Twyford og Walton, sem eru fáanlegar í þremur stærðum: mið, stór og extra-stór (þau eru með fleiri tegundir af kistum, ekki bara úr basti). Málin á kistunum eru mismunandi eftir hvaða tegund er valin og allar þær upplýsingar er að finna á vefsíðu þeirra. Kisturnar eru líka seldar í settum. Fáanlegir litir eru náttúrulegur, brúnn, mokka og hvítþveginn - fer bara eftir því hvaða tegund er valin.

• höldur í hliðunum og lok sem hægt er að fjarlægja
• beinhvítt bómullaráklæði sem hægt er að fjarlægja
• náttúrulegt efni: bast (rattan)
Ég tók þessa mynd til að sýna ykkur áferðina á bastkistunni.

WOVENHILL
Wovenhill er fyrirtæki með aðsetur í bænum Stratford-upon-Avon (fæðingarstaður William Shakespeare) í Warwickshire, sem sérhæfir sig í garðhúsgögnum úr basti og býður líka upp á gott úrval af hirslum og öðrum vörum sem hjálpa til við skipulag á heimilinu - körfur, einingar og þvottakörfur sem unnar eru úr basti, sægrasi eða vatnahýasintum (water hyacinth).

Wovenhill | Unit 17, Goldicote Business Park, Banbury Road, Stratford upon Avon, Warwickshire, CV37 7NB
Sími: +44 1789 741935 | Netfang: sales@wovenhill.co.uk

myndir:
Lísa Hjalt | í samvinnu við Wovenhill (orð og skoðanir alfarið mín eigin)

þriðjudagur, 25. febrúar 2014

miðvikudagur, 22. janúar 2014

Rýmið 50



Þetta er fimmtugasti rýmispósturinn á blogginu og ég ákvað að halda áfram með stemninguna frá því í gær. Þessi stofa, sem kallast Brodsworth Hall, er á ensku sveitasetri sem kallast Angelfield House. Húsið var tökustaður breskrar sjónvarpsmyndar, Thirteenth Tale, sem var sýnd á BBC um jólin. Því miður missti ég af henni, sennilega vegna þess að ég horfi aldrei á sjónvarp. En ég hefði alveg verið til í að kveikja á því fyrir þessa mynd, það er nokkuð ljóst. Frábærir leikarar og söguþráðurinn greinilega spennandi! Myndin var byggð á samnefndri bók eftir Diane Setterfield.

mynd:
Brodsworth Hall, Angelfield House af síðu English Heritage á Twitter

þriðjudagur, 17. september 2013

miðvikudagur, 24. júlí 2013

Rýmið 35



Ég vildi gjarnan geta sagt ykkur hver hannaði þessa stofu - þessir gluggar! - en því miður er þetta ein af þeim myndum sem ég veit ekki hvaðan kemur upprunalega; hef leitað árangurslaust í meira en ár. Það sem dregur mig að rýminu er ekki bara öll þessi náttúrulega birta heldur lofthæðin, svörtu gluggarammarnir, mottan, litavalið og jafnvægið í uppröðun húsgagna. Þarna er ekkert óþarfa prjál heldur einfaldeiki í öndvegi sem skapar kyrrð.

mynd:
ljósmyndari óþekktur, af Dear Designer's Blog

fimmtudagur, 7. mars 2013

innlit: pastellitir og kvenlegur stíll í stofu í madrid

Ég viðurkenni að pastellitir eru ekki minn stíll (ég flippaði út á unglingsárum í notkun þeirra og tók út skammtinn fyrir lífstíð) en þessi stofa í Madrid á Spáni þykir mér falleg og kvenleg. Mér finnst húseiganda takast að nota pastelliti án þess að útkoman verði of væmin.

Sennilega er það sebramottan og dökkbleika áklæðið á bekknum sem brýtur þetta upp og líka það að hún notar bara ljósbláa litinn á púðana. Þið getið rétt ímyndað ykkur útkomuna ef púðarnir væru í gulu og bleiku líka.


myndir:
Nuevo Estilo

þriðjudagur, 26. febrúar 2013

Rýmið 22



- Parísarstemning frá Ralph Lauren Home
- Left Bank vörulínan í sýningarrými á Manhattan

mynd:
Michael Weschler fyrir Architectural Digest

miðvikudagur, 23. janúar 2013

Rýmið 19



- björt og falleg setustofa í uppgerðu ensku sveitasetri í eigu rithöfundarins Bella Pollen
- sjá skemmtilega grein eftir hana um framkvæmdirnar og fleiri myndir á vefsíðu Vogue US.

mynd:
François Halard fyrir Vogue US


þriðjudagur, 27. nóvember 2012

Rýmið 14



- stofa í Greenwich Village, NY
- stór skemill úr geitaskinni þjónar sem borð
- hönnuður Christine Markatos Lowe

mynd:
William Waldron fyrir Architectural Digest

fimmtudagur, 23. ágúst 2012

Rýmið 03



Því miður veit ég engin nánari deili á uppruna þessarar myndar en þessi smekklega og heimilislega stofa hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Innbyggðar bókahillur sem ná frá gólfi og upp í loft eru svo sannarlega mér að skapi.

Hvað er heimili án bóka?

mynd:
Sydney Morning Herald af blogginu Brabourne Farm

miðvikudagur, 15. ágúst 2012

Rýmið 01


West Village, New York · hönnuður Steven Gambrel


- West Village, New York
- hönnuður Steven Gambrel

Rýmið er sería á blogginu þar sem ég einungis birti eina mynd og tilgreini hönnuð og staðsetningu,
ef hún er gefin upp. Orð eru óþörf og fókusinn er á fallega hönnun, samspil lita, birtu eða hvað sem er.