Ég vildi gjarnan geta sagt ykkur hver hannaði þessa stofu - þessir gluggar! - en því miður er þetta ein af þeim myndum sem ég veit ekki hvaðan kemur upprunalega; hef leitað árangurslaust í meira en ár. Það sem dregur mig að rýminu er ekki bara öll þessi náttúrulega birta heldur lofthæðin, svörtu gluggarammarnir, mottan, litavalið og jafnvægið í uppröðun húsgagna. Þarna er ekkert óþarfa prjál heldur einfaldeiki í öndvegi sem skapar kyrrð.
mynd:
ljósmyndari óþekktur, af Dear Designer's Blog
ljósmyndari óþekktur, af Dear Designer's Blog
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.