miðvikudagur, 24. júlí 2013

Rýmið 35



Ég var að segja það á ensku útgáfu bloggsins í morgun hversu mikið ég hef saknað innanhússmynda í sumar. Ég ætlaði aðallega að vera úti við og birta myndir af veröndum eða slíku í Rýmið-seríunni, en verð aðeins að færa mig inn. Þessi mynd er tilvalin því vegna stórra glugga má segja að garðurinn sé nánast því hluti af fallegri stofunni. Ég vildi gjarnan geta sagt ykkur hver hannaði hana en því miður er þetta ein af þeim myndum sem ég veit ekki hvaðan kemur upprunalega; hef leitað árangurslaust í meira en ár. Það sem dregur mig að rýminu er ekki bara öll þessi náttúrulega birta heldur lofthæðin, svörtu gluggarammarnir, mottan, litavalið og jafnvægið í uppröðun húsgagna. Þarna er ekkert óþarfa prjál heldur einfaldeiki í öndvegi sem skapar kyrrð.

Það er gott að byrja að blogga aftur eftir frí. Ég hef notið sólarinnar og þess að lesa nýju bækurnar mínar. Ég eignaðist svo eina nýja í síðustu viku sem ég ætla að segja ykkur frá síðar.

mynd:
ljósmyndari óþekktur, af Dear Designer's Blog

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.