fimmtudagur, 25. júlí 2013

Garðhönnun: Old South-sjarmi í Charleston


Sumarið flýgur áfram og mig langar að reyna að deila öllum görðunum sem ég hef safnað í summarmöppuna mína. Í dag varð þessi Old South-sjarmi í borginni Charleston fyrir valinu, einn af þeim mörgu glæsilegu görðum sem hafa birst á síðum Traditional Home. Ég kaus að byrja færsluna á formlega garðinum, einkum vegna gamla múrsteinshússins í bakgrunni og hvítu klifurrósanna - þetta er svo fallegt. Upp við múrsteinshúsið er lítið garðhús sem sést á næstu mynd.

Húsið er í eigu Ben og Cindy Lenhardt; uppgert hús frá 1743 sem er í sögulega hverfinu í Charleston. Ben, sem er kominn á eftirlaun, var bara tíu ára gamall þegar hann plantaði fyrstu fræjunum af morgunfrú og síðan þá hefur garðyrkja verið ástríða. Hann er stjórnarformaður Garden Conservancy en hlutverk stofnunarinnar er að varðveita framúrskarandi garða. Þeir skipuleggja einnig daga þar sem almenningi gefst færi á að skoða garða í einkaeigu.


Þegar Ben hannaði garðinn var hann undir áhrifum Loutrel Briggs, frægs landslagsarkitekts í Charleston og þar í kring, sem byrjaði ferilinn í kringum 1930. Hans hugmynd var að skipta görðum niður í svæði þannig að þeir virtust stærri.

Ben er hógvær og sækist ekki eftir hrósi fyrir garðinn, en í greininni talar hann af eldmóði um garða sem lifandi list:
It’s the most difficult art form because it changes. It takes an appreciation of balance, color, and different kinds of plant materials with strong -architectural components—all of which must be coordinated with the changing seasons to create a symphony of color, beauty, and -tranquility.
Það þarf varla að snara þessu yfir á íslensku en hann er í raun að segja að þetta erfiðasta listformið því plöntur taka stöðugum breytingum og eru háðar árstíðum.


Í þessum hluta garðsins má finna vasa með blómum eins og tóbakshornum, geraníum, fjólum og rósum, sem gefa garðinum smá lit því aðallega eru hvít blóm í honum. Þarna má einnig sjá garðbekk í Lutyens-stíl.


Girðing fremri formlega garðsins er í nýlendustíl og þarna er að finna gróður eins og bergfléttu, lim (boxwood) og eitthvað sem á ensku kallast ,dwarf mondo grass' sem ég veit ekki hvað er á íslensku.

Sjáið þið steinsúluna þarna handan innkeyrslunnar? Hún fannst þegar húsið var endurgert. Á einhverjum tímapunkti stóð húsið upp við læk sem rann saman við Cooper-ána og súlan var notuð til þess að festa árabáta.

Svo sannarlega sögulegt!


myndir:
Brie Williams fyrir Traditional Home

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.