miðvikudagur, 15. maí 2013

Uppskrift: hrísgrjón með indverskum kryddum og rúsínum



Ég var að deila þessari uppskrift að hrísgrjónum með indverskum kryddum og rúsínum á matarbloggið. Hún er mjög svipuð þeirri sem ég póstaði um daginn en er laus við negulnagla og piparkorn. Ég er mjög hrifin af einföldu meðlæti og undanfarið hef ég verið nokkuð dugleg að leika mér með alls kyns útgáfur af grjónum með mat. Það getur verið gott að eiga afgang af grjónum til að hita upp í hádeginu daginn eftir og borða hrátt eða snöggsteikt grænmeti með. Einfalt og gott og klikkar ekki.

þriðjudagur, 14. maí 2013

vatnslitamynd í eldhúsið


Á Etsy má finna margt hæfileikaríkt listafólk sem selur alls kyns muni eins og prentverk eða hvað sem er. Ég á nokkrar uppáhalds-„búðir“ á Etsy og Lucile's kitchen er ein þeirra. Þetta er vatnslitamynd eftir hana af hinum ýmsu kryddjurtum. Ég væri alveg til í að sjá þessa hangandi upp á vegg í eldhúsinu mínu í fallegum svörtum ramma.

mynd:
Lucile's kitchen á Etsy


föstudagur, 3. maí 2013

góða helgi

Þessi grein er í vasa á skrifborðinu mínu og það liggur við að hún bæti við sig blómum á hverjum degi. Ég klippti hana óvart þegar ég var að hreinsa dauðar greinar í garðinum um daginn og rétt náði að bjarga henni áður en hún endaði í lífrænu tunnunni. Kannski hafið þið nú þegar séð þessa mynd á ensku útgáfu bloggsins en mig langaði að halda henni til haga hér líka því hún minnir mig á þetta vor sem lét sjá sig nokkuð seint, en olli svo sannarlega ekki vonbrigðum þegar það loksins kom.

Góða helgi!

mynd:
Lísa Hjalt


fimmtudagur, 2. maí 2013