miðvikudagur, 15. maí 2013

Uppskrift: hrísgrjón með indverskum kryddum og rúsínum



Ég var að deila þessari uppskrift að hrísgrjónum með indverskum kryddum og rúsínum á matarbloggið. Hún er mjög svipuð þeirri sem ég póstaði um daginn en er laus við negulnagla og piparkorn. Ég er mjög hrifin af einföldu meðlæti og undanfarið hef ég verið nokkuð dugleg að leika mér með alls kyns útgáfur af grjónum með mat. Það getur verið gott að eiga afgang af grjónum til að hita upp í hádeginu daginn eftir og borða hrátt eða snöggsteikt grænmeti með. Einfalt og gott og klikkar ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.