föstudagur, 15. maí 2020

Virginia Woolf: HMH-útgáfur

Bókarkápa: Mrs Dalloway eftir Virginia Woolf (Houghton Mifflin Harcourt)


Mrs Dalloway said she would buy the flowers herself. 

Þekkið þið þessa fyrstu setningu í Mrs Dalloway, klassíku skáldsögunni eftir Virginiu Woolf? Bókin var fyrst gefin út 14. maí 1925 af Hogarth Press, sem hún og eiginmaðurinn hennar Leonard Woolf settu á fót. Systir hennar, listakonan Vanessa Bell, hannaði bókarkápuna. Næsta bloggfærslan mín átti að vera úr lestrarkompunni en ég get ekki hætt að hugsa um þessar sex gömlu kiljuútgáfur frá HMH Books sem ég sá á Instagram í gær - á Mrs Dalloway deginum. Hér höfum við kápurnar af Mrs Dalloway, Three Guineas og Orlando, sem ég bætti strax á óskalistann. Ef þær bara væru innbundnar.
Bókarkápa: Three Guineas eftir Virginia Woolf (Houghton Mifflin Harcourt)
Bókarkápa: Orlando eftir Virginia Woolf (Houghton Mifflin Harcourt)


Mrs Dalloway; Three Guineas; Orlando
Höf. Virginia Woolf
Houghton Mifflin Harcourt
Kiljubrot: 224; 192; 352 blaðsíður
Sjá úrval bóka eftir Woolf hérföstudagur, 8. maí 2020

Letters to Felice eftir Franz Kafka

Bókarkápa Letters to Felice eftir Franz Kafka, hönnuð af Peter Mendelsund


The Schocken Kafka Library er safn þrettán bóka eftir Franz Kafka (f. 1883) sem inniheldur skáldskap hans, bréfaskrif og dagbækur. Safnið er gefið út í nokkuð stóru kiljubroti sem er afskaplega smekklega hannað, þar sem leturgerð titlanna hefur verið aðlöguð með læsilegri rithönd Kafka. Eins og er á ég bara eina bók úr safninu, bréfin sem hann skrifaði til vina, fjölskyldu og ritstjóra, en hef bætt mörgum á óskalistann. Letters to Felice (2016) geymir rúm 500 bréf sem hann skrifaði til kærustu sinnar Felice, sem hann trúlofaðist tvisvar en giftist aldrei. Þau kynntust í ágúst 1912 heima hjá Max Brod, besta vini Kafka, og samband þeirra einkenndist af bréfaskrifum þar sem hann bjó í Prag en hún í Berlín. Brod á annars heiðurinn af því að við höfum aðgang að skrifum Kafka í dag. Kafka bað hann um að brenna allt óútgefið efni eftir dauðadag sinn en Brod neitaði. Berklar drógu Kafka til dauða þann 3. júní 1924 þegar hann var á 41. aldursári. Kafka er grafinn í Nýja kirkjugarði gyðinga í Prag.

Bókahönnun: Peter Mendelsund

Letters to Felice
Höf. Franz Kafka
Ritstjórar: Erich Heller og Jürgen Born
Þýðendur: James Stern og Elisabeth Duckworth
Schocken Books
Kiljubrot, 624 blaðsíður
Kaupa