fimmtudagur, 11. júní 2020

James & Nora · Edna O'Brien

Bókarkápa: James & Nora: A Portrait of a Marriage, höf. Edna O'Brien (W&N)


Bókin James & Nora: A Portrait of a Marriage eftir írsku skáldkonuna Ednu O‘Brien kemur út í dag hjá forlaginu W&N. Bókin er endurútgáfa á stuttri sögu, sem kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1981, þar sem O‘Brien færir hjónaband írska rithöfundarins James Joyce og Noru Barnacle í skáldsögulegan búning. Tímasetning útgáfunnar er engin tilviljun, rétt fyrir Blooms-daginn þann 16. júní, sem margir aðdáendur Joyce fagna og er kenndur við sögupersónuna Leopold Bloom í verki hans Ulysses, sem gerist á þeim degi árið 1904.

Kápumynd: Nora Barnacle and James Joyce eftir listamanninn John Nolan

Edna O‘Brien hlaut hin virtu David Cohen verðlaun árið 2019, sem veitt eru breskum eða írskum rithöfundum fyrir æviframlag sitt á bókmenntasviðinu. Hennar fyrsta skáldsaga, The Country Girls, kom út árið 1960. Bókin olli hneykslan á Írlandi og var bæði bönnuð og brennd. O‘Brien hefur skrifað fjölmargar skáldsögur, smásögur, leikrit, ljóð, almenn rit og æviminningarnar sínar, Country Girl. Það kom mér á óvart að lesa að einungis tvær bækur eftir hana hafa komið út í íslenskri þýðingu: fyrsta skáldsagan, Sveitastúlkurnar, og ein barnabók.

James & Nora: A Portrait of a Marriage
Höf. Edna O'Brien
Kiljubrot, 80 blaðsíður
ISBN: 9781474616812
Weidenfeld & Nicolson



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.