Í gær lofaði ég ykkur aukafærslu og hér er uppskriftin sem ég minntist á, súkkulaðibitakökur með möndlum og haframjöli. Ég setti þessa saman á fimmtudaginn og bakaði svo kökurnar aftur í gær til að vera alveg viss um að uppskriftin væri skotheld. Í öllu þessu sykursulli sem dynur á fólki fyrir jólin þá er oft ágætt að huga að innihaldinu í því sem við erum að baka. Þessar eru ekki lausar við sykur, alls ekki, en sykurmagnið er hóflegt og það er ekkert smjör í þeim. Þær eru samt dásamlega bragðgóðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.