mánudagur, 29. febrúar 2016

Bréf Karen Blixen frá Afríku 1914-1931


Bréf Karen Blixen frá Afríku 1914-1931 · Lísa Hjalt


Nýverið kláraði ég að lesa Letters from Africa 1914-1931, safn bréfa rithöfundarins Karen Blixen (skáldanafn Isak Dinesen) sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar í Danmörku á meðan hún bjó í Kenya. Hún kom þangað í ársbyrjun 1914 (fyrsta setningin í ævisögu hennar Jörð í Afríku er: „Ég átti búgarð í Afríku, við rætur Ngong-hæðanna“) og þetta skrifaði hún til móður sinnar árið 1919:
It is so beautiful here, a paradise on earth, when there is enough rain. And in a way, during the times of tribulation one comes to love this intractable country still more; I have a feeling that wherever I may be in the future, I will be wondering whether there is rain at Ngong. (26. feb.)
Ritstjóri Bréfanna var Frans Lasson fyrir Rungstedlund-sjóðinn. Það er mín skoðun að lestur bréfasafna kalli á talsverðan áhuga á viðkomandi persónu og þolinmæði þar sem endurtekningar eru tíðar. (Kaffi hjálpar líka!) Ef þið þekkið þegar til ævi Blixen þá er ekki mikið í bréfunum sem ykkur mun bregða við, en það kom mér á óvart hversu mikið hún þurfti að hafa fyrir því að halda búgarðinum gangandi. Í Jörð í Afríku hlífir hún lesandanum við smáatriðum sem tengjast rekstri búgarðsins. Í bréfum hennar má aftur á móti lesa allt um erfiðið þó svo að Lasson hafi sleppt ýmsum hlutum sem tengdust fjárhagsvandræðunum. Í kvikmynd leikstjórans Sydney Pollack, Out of Africa (1985), er erfiðleikunum vissulega gert skil en þeir voru miklu alvarlegri en myndin náði að sýna og það kemur ekki á óvart að í kvikmyndinni er líf Blixen í Afríku sveipað rómantískum blæ, en hún upplifði þar svo sannarlega ánægjulegar stundir.
Bréf Karen Blixen frá Afríku 1914-1931 · Lísa Hjalt


Fyrir þá sem hafa ekki lesið Jörð í Afríku (gefin út 1937) þá segir Blixen frá árum sínum í Kenya, en það er engin tímaröð og hún sleppir ýmsu. Í athugasemdum sínum á mynddisknum segir Pollack: „What's beguiling [töfrandi] about Out of Africa isn't what she wrote on the page . . . but in a way what isn't on the page" (Out of Africa, 1985, 6:50). Ég tek undir orð hans en bréf hennar hafa hjálpað mér að fylla í eyðurnar. Það sem ég hjó eftir við lesturinn var einnig það að hún hætti aldrei að sjá fegurðina í umhverfi sínu þrátt fyrir erfiðleikana - þurrkar, uppskerubrestur og stöðug fjárhagsleg pressa.
You must not think that I feel, in spite of it having ended in such defeat, that my "life has been wasted" here, or that I would exchange it with that of anyone I know. . . . A great world of poetry has revealed itself to me and taken me to itself here, and I have loved it. . . . I have been the friend of Somali, Kikuyu, and Masai, I have flown over the Ngong Hills,—"I plucked the best rose of life, and Freja be praised,"—I believe that my house here has been a kind of refuge for wayfarers and the sick, . . . (Bréf til móður sinnar, 17. mars 1931)


Í kvikmynd Pollack er sena sem kremur hjartað í hvert sinn og hefur nú eftir lestur Bréfanna einnig fengið nýja merkingu fyrir mig. Hún á sér stað undir lok myndarinnar þegar kaffimyllan hefur brunnið til kaldra kola og Blixen er gjaldþrota (í raunveruleikanum kviknaði í myllunni en það gerðist fyrr og þau voru tryggð). Blixen [Meryl Streep] er að tala við Denys Finch Hatton [Robert Redford] þegar hún sest upp í bílinn sinn, leggur hönd á kviðinn og fiktar í jakkanum sínum (Out of Africa, 1985, 2:12:06). Á þessum örfáu sekúndum tekst Streep með látbragði einu saman að sýna algjöra uppgjöf Blixen. (Senuna má sjá í stiklu á YouTube, á mín. 3:15.)

Blixen lagði allt í sölurnar til að halda kaffiekrunni gangandi en endanlega ákváðu hluthafarnir í Danmörku (fjölskylda hennar) að selja búgarðinn, sem varð aldrei að þeirri fjárfestingu sem Blixen hafði séð fyrir sér. Ég held að hver einasti lesandi Bréfanna óski þess að Blixen vegni vel, að loksins fái hún hina langþráðu, góðu kaffiuppskeru sem breyta mun öllu, en á sama tíma veit lesandinn að það gerist ekki.
But you must not think that I am frightfully depressed and see everything in a tragic light. That is not at all the case; on the contrary, I think that these difficult times have helped me to understand better than before how infinitely rich and beautiful life is in every way and that so many things that one goes around worrying over are of no importance whatsoever. (Bréf til Thomas bróður síns, 10. apríl 1931)

Bréf Karen Blixen frá Afríku 1914-1931 · Lísa Hjalt
Í bók sinni, Shadows on the Grass, segir Blixen frá mikilvægi bréfs sem Danakonungur sendi
henni. Söguna um bréfið er að finna í gamalli bloggfærslu á ensku útgáfunni

Annar þáttur sem hélt mér við lestur Bréfanna var að verða vitni að fæðingu rithöfundarins, að skilja umskipti Blixen frá því að vera kaffiræktandi í Afríku til þess að verða rithöfundur eftir að hafa flutt aftur til Danmerkur. Þrátt fyrir allan fjöldann af innfæddum sem störfuðu á kaffibúgarðinum var hann einangrandi staður, í þeirri merkingu að hann var einangraður frá lista- og menningarlífi. Bókmenntir, ljóðlist og tónlist voru hluti af uppvexti Blixen en í Afríku gat hún ekki farið á tónleika eða í leikhús. Hún talar um ákveðin verk og höfunda í bréfum sínum og til að auka bókakostinn biður hún fjölskylduna að senda sér bækur, og tónlist. Listir og náttúra og dýralíf Afríku, sérstaklega Ngong-hæða, voru áberandi viðfangsefni í bréfum hennar. Mér finnst það við hæfi að ljúka þessari færslu með tilvísun úr æviminningum hennar:
If I know a song of Africa - I thought - of the giraffe, and the African new moon lying on her back, of the ploughs in the fields, and the sweaty faces of the coffee-pickers, does Africa know a song of me? Would the air over the plain quiver with a colour that I had had on, or the children invent a game in which my name was, or the full moon throw a shadow over the gravel of the drive that was like me, or would the eagles of Ngong look out for me? (Jörð í Afríku)

Einn af mörgum kaffibollum sem ég drakk við lesturinnföstudagur, 26. febrúar 2016

Nýtt vinnurýmiÉg held að sú iðja mín að færa til húsgögn sé orðin eins konar sérgrein. Nýjasta breytingin sem ég gerði var að færa viðarborðið mitt góða upp á efri hæðina til þess að útbúa nýtt vinnurými. Hingað til hafði það staðið í aukaherbergi niðri þar sem ég hafði takmarkað pláss til að athafna mig þegar ég var að taka myndir. Núna nota ég það sem skrifborð og hef nóg pláss til að mynda. Mikilvægara er að hér er næg náttúruleg birta. Í gær þegar ég var að klára að ganga frá rakst ég á nýlegt tölublað af The World of Interiors með innliti á mexíkóskt heimili sem ég mundi eftir að hafa heillast af. Ég tók nokkrar myndir sem ég ætla að deila fljótlega. Góða helgi!miðvikudagur, 17. febrúar 2016

Útirými hleypt innÍ nýjasta tölublaði Elle Decoration UK, mars 2016, er að finna margar áhugaverðar greinar sem hafa bætt upp fyrir vonbrigði mín með marstölublað The World of Interiors, en það er önnur saga (bara forsíðan ein og sér fer með mig!). Eitt af innlitunum í Elle Decoration sem mér líkaði var í fallega íbúð í Lyon sem hefur verið að skjóta upp kollinum í bloggheimum (hún birtist einnig í ástralska tímaritinu Vogue Living þar sem má sjá allar myndirnar). Annað innlit sem heillaði mig var í nútímalegt hús í Köln þar sem hönnunin sækir innblástur til Asíu (sjá Den of Zen á heimasíðu blaðakonunnar Kristina Radershad). Engar áhyggjur, ég ætla ekki að þylja upp allt sem er að finna í tímaritinu en ástæða þess að ég smellti mynd af þessari borðstofu er sú að nú fer að vora og ég er hrifin af því að hleypa útirýmum inn þegar hlýnar í veðri („The Borrowers“, íbúð í Mílanó, ljósmyndari Fabrizio Cicconi). Fyrir utan mismunandi gólfefni þá er stíllinn í íbúðinni sjálfri aðeins of flippaður, eða ófágaður, fyrir minn smekk. En þetta rými er líka eldhús og mér líkar sú hugmynd að geta haft opið út á stórar svalir og kannski fundið létta golu á meðan setið er til borðs eða þegar maður fær sér kaffibolla á morgnana.

mynd mín | heimild: Elle Decoration UK, mars 2016, bls. 186 · Fabrizio Cicconi

fimmtudagur, 11. febrúar 2016

Göngutúr á ströndinni

Göngutúr á skoskri strönd · Lísa Hjalt


Einn af kostunum við flutningana til Skotlands er sá að það tekur tæpar tuttugu mínútur að labba niður að strönd. Ég er að tala um alvöru sandströnd þar sem fólk kemur til að njóta sólarinnar yfir heitustu mánuðina, eitthvað sem ég hlakka til að gera þegar hitinn fer upp á við. Í dag var aftur á móti svolítið kaldur febrúardagur og fólk var að viðra hundana sína. Frá ströndinni mátti sjá snævi þakta fjallstoppa á Arran-eyju en þar fyrir utan var greinilega vor í lofti.