fimmtudagur, 11. febrúar 2016

Göngutúr á ströndinni

Göngutúr á skoskri strönd · Lísa Hjalt


Einn af kostunum við flutningana til Skotlands er sá að það tekur tæpar tuttugu mínútur að labba niður að strönd. Ég er að tala um alvöru sandströnd þar sem fólk kemur til að njóta sólarinnar yfir heitustu mánuðina, eitthvað sem ég hlakka til að gera þegar hitinn fer upp á við. Í dag var aftur á móti svolítið kaldur febrúardagur og fólk var að viðra hundana sína. Frá ströndinni mátti sjá snævi þakta fjallstoppa á Arran-eyju en þar fyrir utan var greinilega vor í lofti.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.