fimmtudagur, 14. mars 2013

kaffihúsið the butcher's daughter í new york

Sjö ára sonur minn hefur mikinn áhuga á að ferðast til New York. Ég veit ekki hvers vegna, ég held að það hafi eitthvað með Madagascar teiknimyndirnar að gera. Ég er búin að segja við hann að einn daginn förum við bara tvö saman. Það er langt síðan ég var í NY og hvorki dæturnar né eiginmaðurinn eru spennt fyrir NY-ferð. Þegar við erum tvö saman í eldhúsinu að baka þá spyr ég hann oft hvað hann vilji gera og skoða þegar við förum (efst á óskalista hans er Frelsisstyttan en ég er búin að segja honum að við eyðum ekki allri ferðinni á Liberty Island). Yfirleitt segist hann bara vilja kíkja á kaffihús - ferðafélagi mér að skapi. Þegar ég sýndi honum þetta sem opnaði í nóvember, The Butcher's Daughter, sem er líka djúsbar og grænmetisstaður, leist honum vel á. Kannski að við eigum eftir að sitja þarna saman og spjalla um heima og geima, áður en við kíkjum á eitthvað safn.


myndir:
Taylor Jewell fyrir Vogue US


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.