miðvikudagur, 27. mars 2013

sumargjöfin mín: bringing nature home eftir ngoc minh ngo


Ég er með sömu myndir á báðum bloggunum í dag en ekki alveg sama texta. Ég kynnti íslenska sumardaginn fyrsta fyrir lesendum enska bloggsins en það er óþarfi að gera það hér.

Í síðustu viku póstaði ég þessari færslu um blómabúð í Madrid og minntist um leið á bókina Bringing Nature Home: Floral Arrangements Inspired by Nature eftir ljósmyndarann Ngoc Minh Ngo.

Sama dag ákvað ég að bókin yrði sumargjöfin mín í ár - gjöf frá mér til mín. Ég held að það sé ágætis hugmynd að halda í þá íslensku hefð að gefa gjafir á sumardaginn fyrsta og héðan í frá ætla ég að gefa sjálfri mér gjöf á þessum degi. Ég ætla að gefa sjálfri mér bækur á sumardaginn fyrsta ár hvert sem hafa eitthvað með náttúruna að gera, bækur sem njóta sín vel hérna á stofuborðinu.


Bringing Nature Home var gefin út af Rizzoli forlaginu og í kynningartexta þeirra um bókina segir:

Unlike most flower-arrangement books, which rely on expensive and often nonseasonal flowers from florists, this book presents an alternative that is in line with the “back to nature” movement. This is the first volume to showcase how to be inspired by nature’s seasonal bounty and bring that nature into the home through floral arrangements.

Eins og ég sagði í síðustu viku þá voru blómaskreytingarnar í bókinni í höndum Nicoletta Owen, sem rekur Brooklyn's Little Flower School. Myndirnar í þessari færslu sýna nokkrar þeirra.


myndir:
Ngoc Minh Ngo, úr bókinni Bringing Nature Home: Floral Arrangements Inspired by Nature, gefin út af Rizzoli / 1-2 + 5-6: af blogginu Style Court / 3: af heimasíðu Rizzoli / 4: af blogginu An Indian Summer


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.