Sýnir færslur með efnisorðinu ljósmyndun. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu ljósmyndun. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 31. desember 2019

Gleðilegt ár

Traunsee, Gmunden, Austurríki - ljósmyndari Margret Asmund


Megi nýja árið færa ykkur gleði og frið, kæru blogglesendur!

mynd eftir elstu dótturina
- tekin 29/12/2019 við Traunsee, Gmunden, Austurríki



sunnudagur, 31. desember 2017

Nýjar bækur | Gleðilegt nýtt ár

Nýjar bækur · Lísa Stefan


Á þessum síðasta degi ársins sit ég við tölvuna með mynstraðan túrban á höfðinu, jólabjór í glasi og tortilla-flögur í skál. Steikin er á hægeldun í ofninum, gengið mitt er að horfa á Hobbitann og ekkert betra fyrir mig að gera en að blogga um nýjar bækur. Ég ætlaði að deila þessari færslu fyrr í desember en vegna tímaleysis ýtti ég henni til hliðar. Um jólin fór hún að leita á mig og þar sem flestar bækurnar á listanum, skáldverk og kaffiborðsbækur, voru gefnar út árið 2017 þá fannst mér ég eiginlega þurfa að deila henni áður en nýja árið gengi í garð. Ég er ekkert að eyða tíma í athugasemdir við hverja bók þar sem allir hlekkirnir fyrir utan einn eru á vefsíður útgefenda, þar sem þið finnið stutta kynningu á þeim öllum. Ég geri ráð fyrir því að allar bækurnar á listanum fyrir ofan smámyndirnar muni einn daginn rata á bókalista hér á blogginu því mig langar að lesa þær allar. Ég óska ykkur friðar á komandi ári.

Nýjar bækur:
· Spy of the First Person  eftir Sam Shepard (Knopf). Síðasta verkið fyrir andlát hans í júlí á þessu ári.
· Debriefing: Collected Stories  eftir Susan Sontag (FSG). Ritstj. Benjamin Taylor.
· Sing, Unburied, Sing  eftir Jesmyn Ward (Bloomsbury). Bókin sem hlaut National Book Award 2017.
· The Origin of Others  eftir Toni Morrison (Harvard UP).
· In Search of Ancient North Africa: A History in Six Lives  eftir Barnaby Rogerson (Haus Publishing).
· The Rub of Time  eftir Martin Amis (Random House).
· Philip Roth: Why Write? Collected Nonfiction 1960-2013  eftir Philip Roth (Library of America).


· Persian Art: Collecting the Arts of Iran for the V&A  eftir Moya Carey (V&A).
· Modern Art in Detail: 75 Masterpieces  eftir Susie Hodge (Thames & Hudson).
· Henri Cartier-Bresson: The Decisive Moment  eftir Henri Cartier-Bresson (Steidl). Endurútgáfa bókar frá árinu 1952 sem geymir bestu verk Cartier-Bresson. Forsíðan er eftir Henri Matisse.
· The Atlas of Beauty: Women of the World in 500 Portraits  eftir Mihaela Noroc (Penguin).
· Morris  eftir Charlotte and Peter Fiell (Taschen). Ríkulega myndskreytt bók um ævi og störf hönnuðarins William Morris (1834-1896).
· Map Cities: Histoires de cartes  eftir Francisca Mattéoli (Chêne). Eingöngu fáanleg á frönsku en verður vonandi þýdd á ensku síðar. Ég hef fjallað um Map Stories eftir Mattéoli hér á blogginu.
· Haute Bohemians  eftir Miguel Flores-Vianna (Vendome Press).

Úr bókinni Haute Bohemians eftir Miguel Flores-Vianna, bls. 80-81, Vendome Press



föstudagur, 2. maí 2014

Góða helgi



Þessa mynd (og fleiri) tók kær bloggvinkona mín og ljósmyndari, Georgianna Lane, í París nú í vor. Stundum vildi ég óska að þessi blóm kirsuberjatránna stöldruðu við aðeins lengur.

mynd:
Georgianna Lane

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Falleg bleik vorblóm



Ein af mínum uppáhaldsbókum, sem ég hef nefnt oftar en einu sinni, er Bringing Nature Home eftir Ngoc Minh Ngo. Bókin situr á borðinu mínu og veitir mér endalausan innblástur. Í vorpósti dagsins langar mig að gefa höfundinum enn meira pláss á blogginu. Þessar þrjár myndir eftir Ngo eru úr fyrsta kaflanum sem fjallar um vorblóm. Stílisering blómaskreytinganna (kirsuberjagreinar, maríusóleyjar og hjartablóm) var í höndum Nicolette Owen. Ég er ekkert að þýða sjálfar tilvísanirnar úr bókinni, ég leyfi þeim bara að standa á ensku.

The Japanese custom of viewing cherry blossoms, hanami, dates back for centuries … Have your own hanami with an exuberant arrangement of cherry tree branches at home. What better way to celebrate spring than to wake up under a cloud of cherry blossoms?
úr Bringing Nature Home


The poppy anemones, first cultivated in the sixteenth century are models of versatility. Throw a bunch of bright purple [ones] in a simple glass jar to add a cheerful note to a child's room, or put a few elegant stems in sleek white ceramic bottles to admire their subtle loveliness from every angle.
úr Bringing Nature Home


Bleeding heart is a spring ephemeral plant that starts blooming in April and becomes dormant when the heat of the summer sets in. The heart-shaped blooms dangling on arching stems make charming cut flowers, and the finely divided foliage is a thing of beauty on its own.
úr Bringing Nature Home

myndir:
Ngoc Minh Ngo, úr bókinni Bringing Nature Home, bls. 16, 19, 35, gefin út af Rizzoli

fimmtudagur, 3. apríl 2014

Perluliljur til vorskreytinga



Það er kominn fimmtudagur sem merkir að á blogginu fögnum við vori (ég þarf virkilega á svona innblæstri að halda í dag því hér á West Midlands svæðinu er sólarlaus, kaldur og grár dagur). Næstar í röðinni eru tvær hæfileikaríkar konur sem mynda öflugt teymi, ljósmyndarinn Lisa Warninger og stílistinn Chelsea Fuss af Frolic! blogginu. Þær hafa sett saman fjöldann allan af ljósmyndaþáttum fyrir þekkta viðskiptavini eins og HGTV, Kinfolk, Once Wed og Rue, til að nefna nokkra. Í þessum tiltekna fyrir Project Wedding (ég fékk bara nokkrar myndir lánaðar) voru það perluliljurnar sem fönguðu athygli mína. Einnig skærin sem sjást á efstu myndinni; mig langar svo í svona skæri.


Fyrir okkur sem erum alin upp á Íslandi þá eru perluliljur (Muscari armeniacum) kannski ekki týpískur vorboði þó að margir gróðursetji laukana í görðum sínum og noti blómin til skreytinga. En eftir að hafa verið búsett erlendis í nokkur ár þá eru þessi fagurbláu blóm, sem virðast skjóta upp kollinum svo til út um allt, einn af þessum dásamlegu vorboðum. Perluliljur uxu einmitt villtar í garðinum okkar í Luxembourg. Fyrir ykkur sem búið erlendis er óþarfi að skunda út í næstu blómabúð eða á blómamarkað til að verða ykkur út um perluliljur, ef þið búið nálægt skóglendi þá er nóg að grípa bastkörfuna og fara í góðan göngutúr í náttúrunni. Þið getið fyllt körfuna áður en heim er haldið.

Fill a glass full of these beauties to enjoy their clusters of tiny, urn-shaped flowers in finely drawn hues of blue at home. Though they bloom in April, their spicy-grape fragrance has been described as "the perfume of clove and sun-warmed Concord grapes of late September."
úr bókinni Bringing Nature Home eftir Ngoc Minh Ngo


myndir:
Lisa Warninger fyrir Project Wedding | stílisering: Chelsea Fuss af Frolic!
(birt með leyfi)

fimmtudagur, 27. mars 2014

Vor í ástralskri garðyrkjustöð



Á fimmtudaginn á ensku útgáfu bloggsins sagðist ég ætla að nota næstu fimmtudaga til þess að fagna vorinu á blogginu, með því að deila vormyndum nokkurra ljósmyndara og stílista. Upphaflega ætlaði ég ekki að vera með sömu póstana hér á íslensku útgáfunni, sennilega vegna þess að mér finnst íslenskt vor einfaldlega allt öðruvísi en til dæmis gengur og gerist hérna megin við Atlantshafið. En þegar ég fór að velta þessu betur fyrir mér þá hugsaði ég með mér, Af hverju ekki?

Ég byrja á Luisa Brimble, sem er matar- og lífsstílsljósmyndari í Sydney, hönnuður og stofnandi Alphabet Family Journal. Auk þess er hún ein af mörgum hæfileikaríkum einstaklingum á bak við tímaritið Kinfolk. Luisa tók þessar dásamlegu vormyndir í Eugalo-garðyrkjustöðinni í New South Wales. Hún var að vinna ljósmyndaþátt fyrir The Grounds of Alexandria (Florals by Silva), sem er þekkt kaffibrennsla í Ástralíu. Eugalo sér þeim fyrir blómum.


Þegar ég sá þessar myndir fyrst þá var haustið á næsta leiti á norðurhveli jarðar og vorið virtist svo órafjarri. En þær tala sínu máli og það var eitthvað við Hunter-stígvélin og eldiviðinn sem festist í huga mér.

myndir:
Luisa Brimble (birt með leyfi)

fimmtudagur, 6. mars 2014

Stílisering: írskt brúðkaup í náttúrulegum stíl



Ég held að það sé óþarfi að hafa mörg orð um þennan myndaþátt, best að leyfa bara myndunum að tala. Ég rakst á þá efstu á Pinterest og hrár og náttúrulegur stíllinn minnti mig svolítið á myndaþátt sem ég deildi á ensku útgáfunni um daginn. Ég pósta ekki oft einhverju brúðkaupstengdu á bloggin en ég hef alltaf gaman af fallegri, náttúrulegri stíliseringu. Það er einhver einfaldleiki og friður í þessum myndum sem heillar mig, umhverfið er líka svo skemmtilegt og maturinn virkilega girnilegur. Stílisti var Alise Taggart og Paula O'Hara tók myndirnar, einhvers staðar á Írlandi.


myndir:
Paula O'Hara af síðunni 100 Layer Cake | stílisering: Alise Taggart

fimmtudagur, 6. febrúar 2014

Georgia O'Keeffe innblásið borðhald



Fyrir ykkur sem lesið ensku útgáfu bloggsins þá ætti þessi póstur ekki að koma á óvart. Í fyrradag deildi ég tískuþætti innblásnum af Georgia O'Keeffe og í dag innliti í hús listakonunnar í Abiquiu í New Mexico, en því hefur verið haldið við síðan hún lést árið 1986. Mig langaði til að vera með eitthvað tengt Georgia O'Keeffe á íslenska blogginu líka og mundi þá eftir myndaþættinum „South by Southwest“ sem birtist í tímaritinu Gourmet fyrir nokkrum árum síðan. Stílisering var í höndum Ruth Cousineau og ljósmyndarinn Mikkel Vang festi herlegheitin á filmu. Hrái stíllinn og hlutlausu tónarnir í bland við þá bláu eru mér að skapi. Hauskúpur dýrana gætu ekki verið meira O'Keeffe. Þær voru innblástur að mörgum verka hennar, en hún safnaði þeim ásamt beinum og steinum í göngutúrum sínum í stórbrotinni náttúru New Mexico.


myndir:
Mikkel Vang fyrir Gourmet | stílisering: Ruth Cousineau af blogginu One Part Gypsy

þriðjudagur, 13. ágúst 2013

lavender veisla á 1 árs bloggafmælinu

Það er eitt ár síðan ég póstaði fyrstu bloggfærslunni á íslensku útgáfu bloggsins (mikið svakalega er tíminn fljótur að líða!) og ég skellti að sjálfsögðu í pönnukökur af því tilefni. Ég lét það nú vera að fara út í stórbrotnar borðskreytingar og læt því þessar fallegu lavender-myndir nægja.

Ég er oft spurð að því hvernig ég hafi tíma fyrir bloggin og svar mitt er einfalt: ég horfi ekki á sjónvarp. Og þá meina ég aldrei. Ég fylgist með engum þáttum og horfi ekki á fréttir, nema þá einhverjar alveg sérstakar heimsfréttir og ég nálgast þær þá bara á netinu. Ég hætti að horfa á sjónvarp fyrir nokkrum árum síðan og áttaði mig fljótt á því að ég hafði grætt nokkra klukkutíma í sólarhringinn. Þá nota ég í staðinn í eitthvað sem veitir mér innblástur.

myndir:
KT Merry af síðunni Style Me Pretty, stílisering: Dreamy Whites

miðvikudagur, 27. mars 2013

sumargjöfin mín: bringing nature home eftir ngoc minh ngo


Ég er með sömu myndir á báðum bloggunum í dag en ekki alveg sama texta. Ég kynnti íslenska sumardaginn fyrsta fyrir lesendum enska bloggsins en það er óþarfi að gera það hér.

Í síðustu viku póstaði ég þessari færslu um blómabúð í Madrid og minntist um leið á bókina Bringing Nature Home: Floral Arrangements Inspired by Nature eftir ljósmyndarann Ngoc Minh Ngo.

Sama dag ákvað ég að bókin yrði sumargjöfin mín í ár - gjöf frá mér til mín. Ég held að það sé ágætis hugmynd að halda í þá íslensku hefð að gefa gjafir á sumardaginn fyrsta og héðan í frá ætla ég að gefa sjálfri mér gjöf á þessum degi. Ég ætla að gefa sjálfri mér bækur á sumardaginn fyrsta ár hvert sem hafa eitthvað með náttúruna að gera, bækur sem njóta sín vel hérna á stofuborðinu.


Bringing Nature Home var gefin út af Rizzoli forlaginu og í kynningartexta þeirra um bókina segir:

Unlike most flower-arrangement books, which rely on expensive and often nonseasonal flowers from florists, this book presents an alternative that is in line with the “back to nature” movement. This is the first volume to showcase how to be inspired by nature’s seasonal bounty and bring that nature into the home through floral arrangements.

Eins og ég sagði í síðustu viku þá voru blómaskreytingarnar í bókinni í höndum Nicoletta Owen, sem rekur Brooklyn's Little Flower School. Myndirnar í þessari færslu sýna nokkrar þeirra.


myndir:
Ngoc Minh Ngo, úr bókinni Bringing Nature Home: Floral Arrangements Inspired by Nature, gefin út af Rizzoli / 1-2 + 5-6: af blogginu Style Court / 3: af heimasíðu Rizzoli / 4: af blogginu An Indian Summer